Guðlaugur brúar vaxandi gjá Kína og Bandaríkjanna með borgarlínu Dags og Katrín keyrir strætó
18.11.2020 | 19:30
Þeir sem heyrðu viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra heyrðu mörg orð af vörum ráðherrans. Ef það að vera stjórmnmálamaður reiknast í magni orða og tónfalli kemst utanríkisráðherrann eflaust að sem nemandi í leiklistarskóla Borgarleikhússins í næstu inntöku.
Að svara einföldum spurningum á einfaldan hátt gat hann ekki.
Til dæmis: Vinnur Ísland að verkefni Kína Belti og Braut? Já og nei eru of flókin svör fyrir ráðherrann en svarið vaðall um viðskiptahagsmuni við Kína samfara yfirlýsingu um að fylgja nágrannalöndunum varðandi fjarskiptamál kínverska risans Huawei.
Belti og Braut ganga engan veginn upp við stefnu Bandaríkjanna sbr. yfirlýsingu varaforseta Bandaríkjanna sem fagnaði því, að Íslendingar ætluðu ekki að vera með í Belti og Braut.
Guðlaugur var svo vinsamlegur að "leiðrétta" Pence eftir að Pence fór frá Íslandi þannig að túlka má þá afstöðu sem að Pence sé maður ósanninda um fundinn í Höfða. Varla telst það haldbær utanríkisstefna gagnvart besta vini þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Kínverski kommúnistaflokkurinn hjó svo á vandræðahnút utanríkisráðherrans með yfirlýsingu sendiherra Kína um að utanríkisstefna kommúnistaflokksins, Belti og Braut, gildir á Íslandi. Guðlaugur mótmælir ekki.
Sama gildir um afstöðuna til kínverska tæknirisans Huawei. Bann eða ekki. Utanríkisráðherrann átti engin svör. Ræddi í staðinn um mikilvægi norræna samstarfsins. Verður það aðeins túlkað á þann hátt að Ísland muni leyfa kínversk njósnatækni í 5-G fjarskiptanetinu á Íslandi. Því þótt Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa öll hafnað Huawei og Finnar að ræða málið, þá þegir utanríkisráðherrann um bann við kínverskum njósnaútbúnaði á Íslandi.
Utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins var skýr þegar Ísland gerðist eitt af stofnríkjum Nato. Í dag eltir stefnulaus ríkisstjórnin kínverska kommúnistaflokkinn og veifar mynd af ímynduðum gróða í Kína.
Á meðan heimurinn er að vakna eftir rothogg kínversku veirunnar, fela Sjálfstæðismenn sig á bak við pilsfald Katrínar sem felur sig í buxnaskálm Xi Jinping. Stefnuleysi Íslands í utanríkismálum á heima í fáránleikanum þar sem utanríkisráðherrann brúar gjá milli Kína og Bandaríkjanna með borgarlínu Dags og Katrín keyrir Yutong strætó með 5G tækni frá Huawei.
Nú á að opna beint flug frá Kína til Íslands og líklega verða tóm hús flóttaverslunar við Laugarveg breytt í China Town. Það verður himnaríki íslenskra kommúnista og Sjálfstæðisvingla í slagtogi með lattelepjandi akademíu Yutong og kínverska verður staðbundið tungumál. Munu Íslendingar fá þar bæði óperu kínverskrar stéttabaráttu og aðrar banvænar veirur beint í æð.
Þjóðin þarfa að hafna kjúklingastjórnmálunum: þar sem hátt er gaggað, glærusýningar tíðar en engar lappir til að standa á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir hvert einasta orð hjá þér Gústaf og mér finnst þú síður en svo "taka djúpt í árina". Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu Utanríkisráðherra í umræddu viðtali og styrkti það eingöngu þá trú mína að hann sé ekkert annað en tungulipur STRENGJABRÚÐA Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU, SEM GERIR EINS OG "YFIRUTANRÍKISRÁÐHERRANN" BJÖRN BJARNASON, SEGIR HONUM AÐ GERA....
Jóhann Elíasson, 18.11.2020 kl. 21:24
Sæll Jóhann, gott að fleiri sáu í gegnum þennan reyk utanríkisráðherrans, já BB tekur nú í ýmsa strengi embættismaðurinn sá....meira síðar.
Gústaf Adolf Skúlason, 18.11.2020 kl. 23:06
Sæll Gústaf og einnig Jóhann.
Hér áður fyrr hefði ég aldrei trúað því uppá GÞÞ að hann sem Sjálfstæðismaður færi svo gersamlega út fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún var í árdaga, en sú stefna sem flokkurinn viðhafði þá er víst komin á sorphauga fortíðarinnar.
Nú keppist flokkurinn við að sinna stefnu elítu kommúnismans sem tröllríður um heimsbyggðina alla og allt ætlar að gleypa. Kórónuveiran er afurð þeirrar stefnu sem er prufukeyrsla á því hversu langt sé hægt að fara með fólk, nú sjá þeir hversu hlýðið það er og gera ráð fyrir að auðvelt verði að beygja það enn frekar.
Ég tek undir orð Geirs H.Haarde og segi GUÐ blessi Ísland.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2020 kl. 14:23
Flott skrif þetta.
Loncexter, 19.11.2020 kl. 18:09
Gaeti varla verid meira sammala Gustaf. Gulli utanriks er ordin malpipa esb og kominn i hop theirra stjornmalamanna sem bladra og bladra otal ordum ut i cosmoid, an thess i raun og veru ad segja nokkurn skapadan hlut sem skiptir mali. Eintomt innantomt bladur og undanskot fra thvi ad svara thvi sem fyrir hann er lagt. Omurlegur stjornmalamadur eins og reyndar mestoll forysta Sjalfstaedisflokksins, sem i dag er ekkert annad en aumkunnarverdur krataflokkur. Hormulegt ad sja hugsjonir flokksins fotum trodnar med thessum haetti af hugsjonageldu folki og og esb aftaniossum.
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.11.2020 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.