Sigurður Ingi upplýsir að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum
15.9.2020 | 16:43
Samgönguráðherrann hefur eftir nær þriggja ára starfstímabil komist að þeirri stórkostlegu niðurstöðu að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum."
Ástæðan fyrir þessarri heljarmiklu heilavörpu var fyrirspurn Arnþrúðar Karlsdóttur á útvarpi Sögu sem spurði Sigurð Inga Jóhannesson persónulega hvort hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi kommúníska njósnafyrirtækið Huawei. Benti Arnþrúður í sakleysi fyrirspyrjandans á að Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði haft orð á því í Íslandsferð að ekki ætti að kaupa vörur eða þjónustu af kínverska risafyrirtækinu Huawei þar sem slíkt væri notað til njósna fyrir kínverska herinn. Það væri því öryggismál viðkomandi þjóðar að ganga ekki um með kínverskan kommúnista á bakinu sem gægðist yfir öxlina og fylgdist með öllu sem gert er.
Eftir hina stórmerkilegu uppgötvun bætti ráðherrann því við, að Bandaríkjamenn stjórnuðu ekki Íslandi.
Það er vel.
En hverjir stjórna Íslandi?
Kínverjar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta líkamlega stórmenni verður maður að hafa fyrir augunum í nær hvert skipti sem sagðar eru fréttir af rikisstjórninni. Þess utan uppgötvar maður glóruleysið - "Sú rödd er svo....."
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2020 kl. 21:01
Góður!
Ragnhildur Kolka, 16.9.2020 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.