Forsetinn þakkar kosningastjóranum fyrir stuðning í beinni útsendingu
24.5.2020 | 19:30
Það var hressilegt að heyra og sjá Guðmund Franklín Jónsson forsetaframbjóðanda á RÚV í dag. Ljóst er að Guðmundur hefur mikið til mála að leggja og fremst þann að virkja embætti forseta Íslands sem öryggisloka lýðræðis og lýðveldis á Íslandi og ekki veitir af miðað við tímaskekkju Alþingis þar sem meirihluti þingmanna telja sig starfa fyrir ESB í stað lýðveldisins.
Fyrstu forsetarnir í embættinu voru stjórnmálamenn svo það er einskær EKKI spurning að velta því fram hvort embættið eigi að vera pólitískt eða ekki eins og spyrla kosningaskrifstofu sitjandi forseta gerði. Afhjúpar það eindæmis virðingarleysi RÚV fyrir embættinu og sögu þess og reyndi spyrlan einnig að fipa Guðmund með annarri EKKI spurningu um gagnrýni á þingmann pírata fyrir mörgum árum! RÚV mun gera allt til að mála upp sýndarmynd af Guðna Jóhannessyni sem mannlegum" forseta sem gerir mistök eins og að veita barnaníðingum uppreist æru. Eins gott fyrir kjósendur að hleypa ekki slíkum manni aftur að Bessastöðum.
Hér skal ósannur áróður RÚV um ópólitískt forsetaembætti hrakinn: Af sex forsetum lýðveldisins hafa þrír verið sóttir úr röðum stjórnmálamanna. Sveinn Björnsson var þingmaður Sjálfstæðisflokksins (eldri) á Alþingi og var einnig í bæjarstjórn Reykvíkinga í mörg ár. Ásgeir Ásgeirsson var bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en fór síðar yfir í Alþýðuflokkinn. Ólafur Ragnar Grímsson var þingmaður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra, var áður hjá Framsóknarflokki. Kristján Eldjárn var fornleifafræðingur og virtur sem slíkur, Vigdís Finnbogadóttir var vinsæll leikhússtjóri og Guðni Jóhannesson er umdeildur sagnfræðingur sem ekki getur haldið réttu máli í landhelgissögu Íslands vegna tilvísunar til fávís lýðs" sem hann telur landsmenn vera.
Guðmundur Franklín Jónsson er viðskiptafræðingur og hagfræðingur og hefur ekki á þingi setið fyrir neinn stjórnmálaflokk. Kosningaskrifstofa sitjandi forseta RÚV reynir samt að gera mál úr því að keppinautur sitjandi vilji nýta öryggisventilinn á markvissari hátt en sagnfræðingurinn.
Það er ekki aðeins spurning að þörf sé á slíkum manni í forsetastól vegna umpólunar Alþingis sem í dag hegðar sér eins og Ísland sé meðlimur ESB - það er bókstaflega brýn nauðsyn til að hafa hemil á landssölufólkinu sem ætlar sér að græða á því að selja út auðlindir Íslands.
Guðmundur Franklín Jóhannesson er maður fullveldis - sagnfræðingurinn á Bessastöðum sem veitir barnaníðingum uppreist æru skilur ekki einu sinni fyrsta bókstafinn í orðinu fullveldi. Það og meira til skildu þó bæði fornleifafræðingurinn og leikhússtjórinn sem er vísbending um þjóðarhylli þeirra. Bókarinn á Bessastöðum þarf því á kosningaskrifstofu RÚV að halda, sem óvíst er að dugi til enda þakkaði hann Agli Helgasyni fyrir hjálpina með sérstakri kveðju í beinni eftir að spyrlan hafði lokið þættinum.
Þarna brást kerfið og þarna brást ég | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2020 kl. 05:34 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf! Átti samtal við vinkonu mína í kvöld sem spurði mig um frambjóðandann Guðmund Franklín,sem hún hafði litið kynnst á vefnum en leist agætlega á í silfrinu.-- Það hlýtur að vera eilitið stress að koma fram í fyrsta sinn sem frambjóðandi æðsta embættismanns ríkisins og það í fréttamusteri landsmanna Rúv.Þótt þetta hafi verið með því prúðara sem ég hef horft á við samskonar viðburði,minnti ég vinkonu mína á að oft hefði þeir gengið fram af mér(ofl).. Takk Gústaf fyrir hvað þú hefur unnið mikið fyrir land þitt gegnum öll árin frá "Ráninu" 2008/9.
Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2020 kl. 02:41
Sæl Helga, kærar þakkir fyrir fallegu orðin þín, það er hollt til vina að vita.
Þetta fréttamusteri andar þvílíkum köldum hroka og ofurmennsku að jafnvel frambjóðendur til æðsta embættis þjóðarinnar eiga þar fáa alvöru samtalsmöguleika nema að fyrst hafa verið samþykktir af Samfylkingarsýningarstjórum RÚV. Sitjandi var komið í stólinn af sama liði og mistókst leikurinn með Þóru og hvernig á nú sú kosningaskrifstofa að gæta hlutleysis?!
Gústaf Adolf Skúlason, 25.5.2020 kl. 05:27
Án þess að vera í neinum í neinum; með eða á móti-skotgröfum fyrirfram.
Er hann Franklín ekki giftur?
Getur hann ekki telft fram FORSETAFRÚ sér við hlið á Bessastaði?
Jón Þórhallsson, 25.5.2020 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.