Skandinavísku barnapíurnar í Staksteinum Morgunblaðsins
13.5.2020 | 09:41
Morgunblaðið kallar ekki allt ömmu sína. Staksteinar dagsins eru hressir og skora hátt á perlulistann yfir klassísk ritverk. Vonandi lesa margir fullorðnir einmitt þessa staksteina svo þeir dreifist réttverðugir langt innan annarra landssteina:
"Það er óburðugt að fylgjast með utanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokki síðustu misserin. Yfirmenn hans í ráðuneytinu dingluðu honum inn í Mannréttindaráð SÞ. Heitið er öfugmæli og ráðið verður SÞ reglubundið til minnkunar.
Borið er blak af WHO, sem er með allt niðrum sig í alvarlegustu málum samtímans. Forstjórinn kemur úr Byltingarflokki Eþíópíu, og neitaði sem heilbrigðisráðherra þar að viðurkenna útbreiðslu kóleru! Og sem enn verra var; hann gerði svo mannkyninu óbætanlegt tjón með því að hann þumbaðist við til 11. mars !!! að staðfesta að kórónuveiran smitaðist á milli manna.
Fyrsta verk þessa forstjóra WHO var að skipa ömurlegustu pólitísku fígúru samtímans, Mugabe, slátrarann frá Simbabve, sem sendiherra góðviljans af hálfu WHO! Mugabe var þá á lokametrum sem einræðisherra.
Á sama tíma og yfirmenn ESB eru staðnir að því að láta Kína ritskoða yfirlýsingar sínar um kórónuveiruna ákváðu þeir, til að dreifa athyglinni, með skætingi í garð Ungverjalands eins og reglulega gegn Póllandi, sem þeir minna á að sé ekki lengur fullvalda ríki vegna aðildar sinnar að ESB.
Fyrstu þjóðirnar sem hlaupa til með umvöndunarprikið þegar ESB ýtir á takka eru skandinavísku barnapíurnar. Á meðan fullorðið fólk stjórnaði íslenska utanríkisráðuneytinu var þess vandlega gætt að Ísland væri ekki ein af barnapíunum".
Ísland á svo sannarlega betur skilið en fullorðinslaust utanríkisráðuneyti sem rólar sér í hópi skandínavískra barnapía. Spurningin er hvenær þeir fullorðnu taka sig saman og manni ráðuneytið svo Ísland komist aftur inn á spor sjálfstæðrar utanríkisstefnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vestur í Bandaríkjunum kallaði Trump það að "Drain the Swamp", hér á landi er talað um að moka flórinn. Ég held að það sé kominn tími til.
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2020 kl. 11:22
Í Ungverjalandi fékk Viktor Orban samþykki þingsins fyrir auknum völdum forsetans en ríkisstjórn Íslands fékk EKKI samþykkt þingsins fyrir því að taka sér aukin völd vegna covid-19 veirunnar. HVORT LANDIÐ ÆTLI SÉ MEIRA LÝÐRÆÐISRÍKI????????
Jóhann Elíasson, 13.5.2020 kl. 11:29
Magnað hvað "góða fólkið" og ESB sinnar á Íslandi hafa mikil völd.
Sigurður I B Guðmundsson, 13.5.2020 kl. 13:59
Sælir, moka flórinn er bráðnauðsynlegt fyrir heilsu allra. Góða fólkið tekur sér forréttindi einmitt á þeirri forsendu að það sé betra og meira virði en allir aðrir. Þess vegna þarf ekkert að vera að hlusta á aðra, þeir hafa hvort eð er ekkert frambærilegt til málanna að leggja. Eina leiðin til að komast hjá misnotkun valds er að kjósa fólks sem ber virðingu fyrir stofnunum lýðveldisins og skilur og virðir lýðræðið = fullorðið fólk.
Gústaf Adolf Skúlason, 13.5.2020 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.