Tsjernóbyl augnablik Kína vegna hylmingu á kórónufaraldrinum
19.4.2020 | 10:50
Frétt á útvarpi Sögu 17.apríl s.l.
ÓGNARSTJÓRN KOMMÚNISTAFLOKKSINS SETUR LÍF KÍNVERSKRA BORGARA OG ALLS HEIMSINS Í HÆTTU
The Epoch Times greinir frá opnu bréfi stjórnmálamanna og sérfræðinga víða um heim sem lýsa hylmingu kommúnistaflokks Kína yfir uppruna veirufaraldursins sem Tsérnóbyl augnabliki kínverskra yfirvalda.
Núverandi alþjóða kreppa er af völdum stjórnvalda sem svo mörg ykkar hafa liðið og stutt í áratugi segir í bréfinu sem er beint til kínverskra meðborgara og Kínavina um allan heim.
Stjórnmálamenn sem skrifa undir bréfið er m.a. þingmenn frá Bretlandi, Litháen, Estlandi, Tékkalandi og ESB. Á meðan ekki er vitað nákvæmlega um uppruna og dreifingu veirunnar er spurningin um upprunann mjög mikilvæg fyrir íbúa Kína og alls mannkyns. Aðeins með því að skilja hvernig þetta alþjóðaslys varð til getum við komið í veg fyrir að það geti gerst aftur.
Bréfið segir frá því, að kommúnistaflokkur Kína í Wuhan hafi þaggað niður útbrot veirunnar og haft áhrif á Alþjóðastofnun SÞ um að gera lítið úr hættunni.
Meðal annars var ekki hlustað á viðvaranir frá Taíwan sem greindi frá því í desember s.l. að veiran smitaðist á milli fólks. Fyrir atbeina kínverska kommúnistaflokksins er Taíwan útilokað frá þáttöku í WHO.
Við skulum aldrei gleyma því, að Tsjernóbyl augnablik Kína er sjálfskapað sár. Kommúnistaflokkurinn þaggaði niður í kínverskum læknum sem reyndu að vara aðra við hættunni í byrjun útbrotsins. Dr. Ai Fen sést ekki lengur opinberlega eftir að hún var í opinberu viðtali erlendis, starfsbróður hennar Dr. Li Wenliang lét lífið í baráttu við veiruna í Wuhan. Á dánarbeði Dr. Li sagði fjölskylda hans að það sæmdi ekki heilbrigðu þjóðfélagi að hafa aðeins eina rödd.
Kínverski athafnamaðurinn Ren Zhiqiang skrifaði að án þáttöku fjölmiðla fyrir hagsmuni íbúanna með birtingu staðreynda, þá herjar bæði veiran og illmennska kerfisins á líf fólksins. Hann hvarf 12. mars. Hugrökku blaðamennirnir Chen Qiushi, Fang Bin og Li Zehua reyndu að segja fréttir af ástandinu í Wuhan en eru núna horfnir.
Bréfið greinir einnig frá unga námsmanninum Zhang Wenbin sem gagnrýndi kommúnistaflokkinn opinberlega í myndbandi á netinu og hvarf skömmu síðar. Vinir hans óttast að hann sæti pyndingum af hálfu öryggislögreglunnar.
Alþjóða faraldurinn neyðir okkur öll til að horfast í augu við óþægilegan sannleikann: Þegar stjórnmálin taka yfir alla þætti lífsins að meðtalinni heilsu, þá hefur einflokksstjórn Alþýðulýðveldisins Kína sett alla í hættu. Sem alþjóðlegur hópur opinberra einstaklinga, öryggismálagreinenda og athuganda Kína, þá sýnum við samstöðu með hugrökkum og samviskusömum kínverskum meðborgurum að meðtöldum Xu Zhangrun, Ai Fen, Li Wenliang, Ren Zhiqiang, Chen Qiushi, Fang Bin, Li Zehua, Xu Zhiyong, and Zhang Wenbin svo nokkur nöfn raunverulegra hetja og fórnarlamba sem setja líf sitt í hættu fyrir frelsið og fyrir frjálst og opið Kína. Þeir krefjast einskis annars en gagnrýnins mats á áhrifum kommúnistaflokksins á líf Kínverja og annarra meðborgara í heiminum. Við hvetjum ykkur til að sameinast þeim.
Bréfið má lesa á ensku og kínversku og sjá nöfn þeirra sem skrifa bréfið hér
Myndum aldrei leyfa yfirhylmingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður að taka á glæpastjórninni í Beijing. Blóð fórnarlamba Kínakommaveirunnar hrópar, já öskrar á réttlæti.
Allt verður að rannsaka ofan í kjölinn. Ef Kína neitar að veita alþjóðastofnunum óheftan aðgang að gögnum og inn í landið, þá á einfaldlega að reka þá úr þeim sömu alþjóðastofnunum.
Í staðinn fyrir er þeim leyft að ráða nánast öllu í alþjóðastofnunum, eins og WHO, þrátt fyrir að þátttaka Kína sé í raun skrípaleikur og í hinu lokaða stjórnkerfi kommúnismans séu alþjóðlegar stofnanir gagnslausar.
Alþjóðlegt samstarf nefnilega virkar ekki nema í opnu stjórnkerfi. Hvernig er hægt að hafa alþjóðlegt samstarf í landi, þar sem alþjóðastofnanir fá ekki einu sinni að koma inn?
Theódór Norðkvist, 19.4.2020 kl. 12:00
Þakka þér Theódór, algjörlega sammála. En verður nokkurs að vænta úr utanríkisráðuneytinu okkar sem virðist samdauna þessu kerfi? Alla vega gat utanríkisráðherrann ekki dregið til baka Belti og braut Kína, þótt hann segði annað við varaforseta Bandaríkjanna sem kom í heimsókn til Íslands.
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 12:06
Blessaður Gústaf! og takk fyrir allar sannleikans fréttirnar þínar. Sem að sést lítið af í öðrum miðlum en Sögu á Íslandi.
Utanríkisráðherrann okkar er bara viðundur.
Óskar Kristinsson, 19.4.2020 kl. 12:21
Takk Óskar, það er óskandi að annar einstaklingur sem töggur væri í sæti í forsæti utanríkisráðuneytisins. Byrja á því að minnka báknið og skera burtu allan óþarfa....kær kveðja
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 14:37
Við þurfum að hefja undirskriftasöfnun gegn Belti og Braut fyrir banvænar veirupestir. Þangað til Kína leggur niður götusláturhúsin, jafngildir innflutningur á kínverskum ferðamönnum opinni smitleið fyrir drepsóttir.
Það er engin tilviljun að Ítalía er að fara einna verst út úr þessum faraldri. Þeir voru í Belti og Braut og af þeim sökum með um 100.000 kínverska farandverkamenn í landinu og stöðugt streymi af ferðamönnuum eða fólki í viðskiptaerindum frá Kína.
Theódór Norðkvist, 19.4.2020 kl. 15:35
Hræðilegt ástand á Ítalíu, Kínverjar vissu um smitið þegar þeir héldu upp á nýja árið, – ef þeir hefðu lokað landinu og sagt fyrr frá veirunni hefði mörgum lífum verið bjargað....síðasta orðið er ekki sagt í þessu hörmulega máli...gott mál að einangra Kína þar til þeir laga málin hjá sér, spurningin hvort það dugi með þessa kommúnistastjórn sem stefnir að heimsyfirráðum...
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 17:41
Anders Tegnell og sænska Lýðheilsan vill halda hrá matarmörkuðum opnum í Kína "svo kínverskri menningu verði ekki ógnað".
Myndband um matarmarkaðina
https://www.youtube.com/watch?v=PbEodgY1gCs&feature=emb_logo
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 17:47
Sæll aftur, hvar hefur Anders og Folkhälsomyndigheten sagt þetta? Kemur mér ekki á óvart, allt sænska kerfið er helsýkt af pólitísku rétttrúnaðarveirunni.
Hræðilegir þessir blautmarkaðir, fyrsta krafan er að þeim verði lokað algerlega. Ef kommúnistastjórnin gerir það, gæti það bent til að þeir kunni að skammast sín, svo líklega gera þeir það ekki.
Theódór Norðkvist, 19.4.2020 kl. 19:12
Þetta sagði Anders í viðtali við Ny Teknik fyrr á árinu: https://www.nyteknik.se/samhalle/coronavirusets-ursprung-fortfarande-oklart-6985884
"I kölvattnet på den nu aktuella smittspridningen har det rests krav på förbud mot djurmarknader som dem i Kina, men Anders Tegnell är tveksam.
– Det vore ett väldigt stort ingrepp i deras kultur. Sedan kanske man kan hantera de här marknaderna på ett annat sätt. Jag tror att de kinesiska myndigheterna är väl medvetna om den här problematiken, säger Anders Tegnell".
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 19:35
Kærar þakkir.
Theódór Norðkvist, 19.4.2020 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.