Gæti ekki Morgunblaðið reiknað út tjón kórónuveirunnar á Íslandi og birt tölurnar?

Bild20apr20Það væri allt í lagi að slá tölu til bráðabirgða á það tjón sem kórónuveiran hefur valdið á Íslandi. Í Þýzkalandi birti Der Bild slíkar tölur sem samanlagðar námu ca 150 milljörðum evra  mótsvarandi 23 þúsund 544 milljörðum ísl. kr. Væri fróðlegt ef Morgunblaðið, sem hvort eð er er komið á svartan lista kínverskra ráðamanna fyrir andkínverskan áróður, fengi reiknispeking til að kasta tölu til bráðabirgða svo landsmenn hefðu aðgengi að ræða efnahagslegar stærðir í samhenginu. 

Sendiráð Kína í Þýskalandi ásakaði ritstjóra der Bild um að "ná ekki upp til hefðbundinnar vináttu alþýðu landanna" sem einungis kínverski kommúnistaflokkurinn skilgreinir og stjórnar. Það er eins í Þýskalandi og á Íslandi og reyndar nú orðið í öllum heiminum, að orð Kommúnistaflokksins eiga að gilda, þótt enginn, ekki einu sinni Kínverjar sjálfir hafi kosið þessa misheppnuðu kommúnistastjórn.

Að neðan bréf ritstjóra der Bild sem útvarp Saga birti í dag í lausri þýðingu:

Þið setjið allan heiminn í hættu

Kæri forseti Xi Jinping

Sendiráð ykkar í Berlín skrifaði opið bréf til mín vegna þess að við settum fram þá spurningu í blaðinu okkar BILD, hvort Kína ætti að greiða fyrir það gríðarlega efnahagslega tjón sem kórónuveiran hefur skapað um allan heim. 

Látið mig svara:

1. Þið stjórnið með því að vaka yfir fólki. Þú gætir ekki verið forseti án alls eftirlits. Þið vakið yfir og fylgist með öllu, sérhverjum meðborgara en neitið að hafa eftirlit með sjúkum matarmörkuðum í landi ykkar.

2. Eftirlit er afneitun frelsis. Og ófrjáls þjóð skortir sköpunarkraft.Þjóð sem ekki er framsækin skapar engar nýjungar. Þess vegna hefur þú gert landið ykkar að heimsmeistara í þjófnaði á einkaréttindum. Kína auðgast á uppfinningum annarra í stað þess að uppfinna sjálf. Ástæðan fyrir því að Kína skortir athafnasemi og uppfinningar er að ungu fólki í landi ykkar er ekki leyft að hugsa frjálst. Stærsta útflutningsvara Kína (sem enginn vildi fá en hefur samt sem áður farið út um allar jarðir) er Kórónan.

3. Þú, ríkistjórn þín og vísindamenn ykkar vissuð fyrir löngu síðan hversu smitsöm Kórónuveiran er en þið földuð það fyrir umheiminum. Helstu sérfræðingar ykkar svöruðu engu þegar vestrænir vísindamenn grennsluðust fyrir hvað væri að gerast í Wuhan. Þið voruð of stoltir og þjóðlegir til að geta sagt sannleikann sem þið óttuðust að væri þjóðarskömm.

4. ”Washington Post” greinir frá því að rannsóknarstofur ykkar í Wuhan hafi unnið að rannsóknum á kórónuveiru í leðurblökum en án þess að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Hvers vegna eru rannsóknarstofur ykkar ekki jafn öruggar og fangelsin fyrir pólitíska fanga?

5. Í landi þínu hvíslar fólkið nafn þitt. Veldi þitt er að hruni komið. Þú hefur skapað óskiljanlegt, ógagnsætt Kína. Fyrir kórónufaraldurinn var Kína þekkt fyrir að vera eftirlitsríki. Núna er Kína þekkt fyrir að vera eftirlitsríki sem hefur smitað allan heiminn með dauðlegum sjúkdómi. Það er ykkar stjórnmálegi arfur.

Sendiráðið ykkar segir mér, að ég nái ekki upp til ”hefðbundinnar vináttu á milli fólksins okkar”. Ég reikna með að þú teljir stórkostlega ”vináttu” vera að þú sendir núna andlitsgrímur í stórmennsku um allan heim. Þetta er ekki vinátta, ég kalla það heimsvaldastefnu falda á bak við bros – Trójuhest.

Þú ætlar að auka styrk Kína með því að flytja út plágu. Þér mun ekki takast það. Fyrr eða síðar mun kórónan ljúka stjórnmálaferli þínum.


Virðingarfyllst
Julian Reichelt


mbl.is Veirur algengari í leðurblökum en öðrum spendýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef sama hlutfall gildir hér og í Þýskalandi, þá er tjónið um hér 100 milljarðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 18:01

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón og þakkir fyrir athugasemd. Já, það eru margir þættir í tjóninu t.d. reiknaði Bild með 27 milljarða evru tapi í ferðabransanum, einni milljón evra tapi á klukkustund fyrir Lufthansa, 50 milljarða evru tapi smáfyrirtækja, 7 milljarða evru tapi kvikmyndaiðnaðarins osfrv. Ég veit ekki hvað ríkissjóður áætlar að taka á sig en sýnist það ekki vera nóg og að ekki nægjanlegt tillit tekið til smáfyrirtækja, einyrkja og heimila. Svo skaðinn gæti mögulega orðið meiri en 100 milljarðar ísk kr? En gott er að fá tölu til að ræða og þá í framhaldinu hvort senda eigi reikninginn til Kína.

Gústaf Adolf Skúlason, 20.4.2020 kl. 18:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talan bendir nátturlega til þess tjóns sem sýnilegt er í dag og kannski einhverjar vikur fram í tímann. Það er víst að óafturkræfar skemmdir verði ef þetta dregst öllu lengra.

Ríkið getur ekki bætt tjón allra í þessu, en það er nokkuð víst að það getur styrkt fyrirtæki í vandræðum, svo þau geti haldið fólki á launaskrá eitthvað fram á sumrið. Þetta gætu verið víkjandi lán ef fjármagnið skilar sér til launþega. Þeir sem misnota þetta fá að gjalda fyrir það.

Þetta er betra en að senda fyrirtæki á hausinn og senda alla á atvinnuleysisbætur til ófyrirséðs tíma. Það er varalegi skaðinn.

Til hjálpar fyrirtækjunm sjálfum, svo þau rétti úr kútnum, má gera það með niðurfellingu skatta og gjalda fram á næsta ár. Fyrirtæki sem hafa ekki neina veltu ráða ekki við þessi gjöld nú.

sé lítinn vilja hjá vinstra liðinu að hjálpa fyrirtækjum. Þau eru jú alltaf vondi kallinn. Mikill áhugi fyrir að púkka undir fjölmiðla sem enginn vill sjá í stað þess að leyfa markaðslögmálinu að ráða. Þeir eru að mestu vinstrisinnaðir, svo það skýrir sig sjálft.

Þeir eru fyrstir til að kvabba, sem minnsta þörf hafa.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 19:47

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Satt segir þú. Þyrfti að verða opinber umræða um að Ísland sendi Kína reikninginn fyrir þessa dauðaveiru. Alla vega umræða annars staðar eins og bréf ritstjóra Bild sýnir. kær kveðja

Gústaf Adolf Skúlason, 20.4.2020 kl. 20:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flest allar þjöðir skulda Kína þúsundir milljarða. Það væri réttast að þær tækju sig saman og hættu að borga þær. Kínverjar geta varla gert mikið í því ef menn standa saman.

Það þarf að henda þeim út úr world trade organisation, who og fleiri stofnunum sem þeir hafa sölsað undir sig. Bjarni mætti svo í leiðinni loka reikningnum í asíubankanum, sem hann henti fleiri tugum milljarða í, þrátt fyrir viðvaranir. Sjállfstðisflokkurinn er orðið hálfgert öfugmæli að mínu mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 21:18

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sammála síðasta....miðað við fyrri styrk er þetta vandræðalegur Hálfstæðisflokkur. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 20.4.2020 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband