Guð Blessi Bandaríkin og forseta Donald Trump
9.4.2020 | 07:36
Ég þakka sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Jeffrey Ross Gunter fyrir mjög svo góða kveðju til íslensku þjóðarinnar á örlagatímum í bréfi til Morgunblaðsins í dag. Bandaríkjamenn eru og hafa alltaf reynst íslensku þjóðinni haldbærasti vinur allra. Núna þjást margir vinir okkar vestra í Kínaplágunni og hugrekki þeirra sem þar starfa að sjúkramálum aðdáunarvert. Fádæma góð viðbrögð yfirvalda Bandaríkjanna hafa létt undir með mörgum í þessarri illvígu baráttu við veiruna frá Wuhan. Ég er í Stokkhólmi og tek undir orð Bandaríkjaforseta Donald Trump um ókosti sænsku hjarðleiðinnar.
Bréf sendiherrans lýsir miklum kærleika til okkar Íslendinga og er í hrópandi andstæðu við nafnlaust bréf kínverska sendiráðsins til blaðsins. Í því bréfi fannst enginn kærleikur til landsmanna - aðeins hrátt andlit kommúnismans sem vill banna málefnalegar umræður.
Ég skora á íslensku ríkisstjórnina að láta af öllum hugmyndum um að styðja Belti og Braut markmið Kínverja sem ganga út á að skapa kínverskum kommúnistum heimsyfirráð yfir flutningaleiðum til lofts og sjávar. Allir ættu að skilja núna, hversu afráðin för alþjóðavæðingarinnar var sem setti mikilvægustu framleiðsluegg vesturlanda öll í körfu kommúnismans í Kína. Við höfum á einu augnabliki fengið að upplifa hörmungar þess að vera háð ákvörðunum Kommúnistaflokks Kína hvort við fáum lyf, öryggisbúnað til sjúkrahúsa eða aðföng til iðnaðar og hátækni. Utanríkisráðherra Íslands á að semja við Bandaríkjamenn um samstarf Íslands og Bandaríkjanna og hætta að eltast við kínverska kommúnista og handbendi þeirra hjá WHO og SÞ. Krefja skal Kína ábyrgðar á upphaflegri þöggun um tilvist veirunnar sem kostað hefur þúsundir mannslífa. Einnig ber að taka undir gagnrýni á WHO og víkja Tedros Adhanom Ghebreyesus úr starfi umbúðalaust og fylgja Bandaríkjunum í baráttunni gegn spillingaröflum í heiminum.
Sá jákvæði andi sem felst í bréfi sendiherra Bandaríkjanna, gefur bæði hvatningu og veitir styrk til nýrra dáða sem hafa afgerandi áhrif á hvernig við mætum þeim vanda sem framundan er, hvort sem um ræðir fleiri heilsufarshættur eða þann gríðarmikla efnahagsvanda sem Kínapestin hefur skapað.
Guð blessi bandaríska sendiherrann, bandarísku þjóðina og Donald Trump.
Reiðubúin að rétta hjálparhönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Biðst velvirðingar á nafnleysinu, hef ekki notað þennan blog.is aðgang í 9 ár en gróf hann upp bara til að segja heyr, heyr. Þessi færsla er hressandi tilbreyting frá allri þeirri neikvæðu og ósanngjörnu umræðu um Trump og Bandaríkin sem hefur tröllriðið fjölmiðlum síðan hann tók við embættinu. Það var fyrirséð að Rauði Drekinn mundi reynast hættulegur bólfélagi og raunar merkilegt að það hafi tekið hann svona langan tíma að sýna sitt rétta andlit. Bandaríkin hafa hinsvegar alltaf reynst okkur vel og er góður ferðafélagi inn í framtíðina.
Að lokum vil ég benda á að nafnlausa bréfið frá Kínverska sendiráðinu virðist hafa verið fjarlægt af mbl.is og slóðin sem það var á heilsar núna bara með "404 síða finnst ekki." Verður maður ekki að velta fyrir sér hvað liggur þar að baki?
Durtur, 9.4.2020 kl. 13:38
Þakka góð orð, yfirlýsingu kínverska sendiráðsins er að finna í pappírsútgáfu Morgunblaðsins 31.3.2020. KKv
Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2020 kl. 14:41
Gott að lesa þetta sem ég tek heilshugr undir.
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2020 kl. 00:04
Forseti BNA hefur gerst sekur um illa ígrunduð orð, við alls konar tækifæri. Karlinn er vel meinandi, en kann sér ekki orðaval, eða athöfn rétta, svo öllum líki. Make America great again var hans helsta slagorð, þegar hann náði kjöri.
Hvað svo sem segja má um persónuna Trump, er þetta slagorð það sem allar þjóðir ættu að setja sér að markmiði. Vera sjálfbær, en ekki útvista allri framleiðslu til Kína, Mexíkó eða hvert sem helst og skilja efnahagslífið heimafyrir eftir í rústum. Þegar það gerist, hagnast fáir, en milljónir þjást.
Það hefur sennilega aldrei komið betur í ljós, en einmitt núna, hvað það er dýrmætt að vera sjálfstæður og sem fæstum háðum.
Donald Trump, eins óútreiknanlegur og hann er, hefur frá fyrsta degi í embætti lagt áherslu á það að hans land og lönd öll önnur geti staðið undir sér sjálf, hvað sem á gengur.
Hvað svo sem má segja um karlinn Trump, hefur sennilega enginn haft eins rétt fyrir sér um sjálfstæðið. Fyrir það, tek ég ofan fyrir Donald Trump og beiðist afsökunar á illmælgum mínum um hann.
Jeffrey Ross Gunter þakka ég hlý orð í garð Íslands og þér Gústaf, fyrir pistilinn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.4.2020 kl. 00:46
Sæl, þakka góð orð. Já, það er margt hægt skynsamlegra að gera en að taka þátt í org- og úthúðunarhópnum gegn Trump og sjálfsagt fleiri með svipaða reynslu og þú Halldór. Er það vel, þegar fólk sér þýðingu þess að geta staðið á eigin fótum og verið sjálfbær og óháður öðrum.
Það mun taka mörg ár fyrir Vesturlönd að komast úr þeirri Kínastöðu sem ríkir í dag. Hreint ótrúlegt t.d. hér í Svíþjóð að lesa tilkynningu frá almannavörnum um að Svíþjóð geti orðið án rafmagns og Internets vegna þess að varhluti skorti frá Kína! Að ekki sé minnst á lyfjaskortinn núna vegna þess að lyf eru öll framleidd eða efni í þau framleidd í Kína.
Alþjóðavæðingin hefur eyðilagt kapítalismann og gert okkur flest háð Kína með afkomu okkar. Séð í þessu ljósi, þá hefur Donald Trump verið fyrstur manna að leggja upp í endurheimtingarferli kapítalismans og á hann þakkir skyldar fyrir. Og ekki þiggur hann laun fyrir og kona hans aðeins með fjóra starfsmenn en frú Obama hafði milli 20 og 30 starfsmenn til að púðra nefið.
Gústaf Adolf Skúlason, 10.4.2020 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.