Dýr verður raforkustefna ESB Íslendingum með ónýta ríkisstjórn

pastedgraphic4Ríkisstjórn Íslands telur mikilvægara að vera í beinni línu við Evrópusambandið en að huga að málefnum landsmanna. Klúður ríkisstjórnarinnar í raforkumálum er þvílíkt að Rio Tinto íhugar lokun álversins í Straumsvík í a.m.k. 2 ár ef ekki endanlega vegna raforkuverðs á Íslandi. 

Ein von Rio Tinto til að fá skaðabætur vegna klúðursins er að stefna Landsvirkjun fyrir vörusvik, því Rio Tinto keypti upphaflega græna íslenska raforku úr orkumiklum fallvötnum hálendisins. Hins vegar sýna raforkukaup Rio Tinto að Landsvirkjun hefur svikið græn yfirlýst, umsamin markmið og afgreiðir í dag raforku framleidda úr kjarnorku og kolum skv. svarthvítum reikningum Landsvirkjunar.

Ég fagna því að Rio Tinto kæri Landsvirkjun fyrir vörusvik, þótt sá glæpur kosti ríkið himinháar upphæðir og jafnvel meiri en tekjur af sölu allra aflátsbréfanna. Slík málaferli gætu stöðvað brjálæðislega skammsýni Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar og veitt hrokafullum ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem vilja ásamt akademískum fræðingum Samfylkingar og Viðreisnar knésetja landsmenn undir hæl Úrsúlu.

Mynd forsætisráðuneytisins lýsir íslenskum stjórnmálum í dag: Forsætisráðherra situr límd við glansmynd Úrsúlu í beinni frá Brussel. Það er bara að taka beint við skipunum og gera að lögum fyrir fullveldisrænda Íslendinga. Mottó stjórnarráðsins: Skítt með Rio Tinto og landsmenn.


mbl.is Óviss framtíð álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Efnahagsleg áhrif sem til eru komin vegna kórónuveirunnar hafa stjórnvöld takmörkuð áhrif á. En þau efnahagslegu áhrif sem til munu koma vegna klúðurs í raforkumálum landsins bera stjórnvöld og þingheimur fulla ábyrgð á.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.4.2020 kl. 10:23

2 Smámynd: Einar L Benediktsson

Vel mælt en samkvæmt viðhorfi Ragnars Reykáss erum við að græða mikla peninga á þessu.En eg sé að það þarf að hafa áhyggjur af þessum gerningi.Einstæð snilld het þetta í bankageyranum og reiknigurinn hét Icesave. Þessi kemur til með að heita Rafsafe og verður greiddur af skattborgurum.Það er dýr þessi Reykássætt sem nú situr vi kjötkatlana.

Kv.E.L.B.

Einar L Benediktsson, 8.4.2020 kl. 04:35

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir, RAFSAFE - fínt nafn á þennan ógjörning. Nótan á eftir að koma ofan á Kínaplágureikninga og annað ískalt hagsmunamat. 

Góðar kveðjur frá pláguðu Svíaríki.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.4.2020 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband