Ríkisstjórnin hlýtur að mótmæla gróflegri íhlutun kínverska sendiráðsins í íslenskt málfrelsi

download 3Það þarf ekki nafnlausa sendiráðsyfirlýsingu kínverskra kommúnista til að betrekkja eldhúsveggina með morgunkaffi en litlu munaði samt í morgun.

Í óundirritaðri grein sendir kínverska sendiráðið frá sér yfirlýsingu um hvernig Morgunblaðið á og ekki á að skrifa leiðara blaðsins. Fer það fyrir brjóst ónafngreindra að bent sé m.a. á að kínverski kommúnistaflokkurinn beitti þöggun í upphafi veirusmits og breiðir núna þeim áróðri um allar jarðir, að bandaríski herinn hafi plantað veirunni í Kína og ef það sannist ekki, þá hafi veiran alla vega byrjað fyrst á Ítalíu og borist þaðan til Kína!

Það er kannski vegna einræðisskipulags Kína með alræðisvaldi kommúnistaflokksins sem ósýnilegar plágur koma reglulega frá þessu mikla ríki yfir til annarra hluta heims. SARS, fugla-, svínainflúensa, HN og Covid eitthvað. Það verður grýtt leið fyrir kommúnistana að upplýsa fólk um eitthvað annað. 

Og hafandi kveikt eldinn, þá er ekki rétt að málum staðið að þykjast vera bjargvætturinn á meðan grannarnir eru uppteknir við slökkvistörf í sínum húsum. Það er vel yfir mörkum sannmælis að krefjast þess að aðrir sem eru að týna lífinu eigi að játa kommúnistaflokknum hyllingu vegna þess að hann geti boðið aðstoð!

Í yfirlýsingunni segir: "eðlilega fara menn að velta fyrir sér af hverju þessir ritstjórnargrein var birt". Sem betur fer er Morgunblaðið óháður miðill sem kínverskir kommúnistar eiga ekki. Morgunblaðið er hvorki Global Times eða Pravda og á fullan rétt á því að viðra aðra hugmyndafræði en lofgjörð um sósíalismann/kommúnismann. Það var ekkert í leiðara blaðsins 27. mars s.l. sem var "ómakleg árás" á Kína. 

Þessi fordæmalausa íhlutun ónafngreindra kommúnista í nafni "sendiráðs" í frjáls skoðanaskipti á Íslandi hljóta að verða ríkisstjórninni tilefni til áréttingar við sendiherra Kína á Íslandi og samtímis kennslustund í gildi tjáningarfrelsis fyrir Íslendinga.

Við veljum ekki leið Kommúnistaflokksins sem lokar vísindastofum, fyrirskipar eyðingu sönnunargagna, handtekur þá sem segja frá staðreyndum og stundar persónunjósnir á venjulegu fólki. 

Kínverskir kommúnistar vildu sjálfsagt loka Morgunblaðinu. En því miður, við veljum lýðræði og skoðanaskipti í stað einræðis.

Ríkisstjórnin, a.m.k. utanríkisráðherra á næsta leik. Eða er Guðlaugur Þór Þórðarson jafn fastur í bandi ónafngreinda eins og ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki gert athugasemdir við áróður útsendara "stórríkisins" í nær-austri og því varla við því að búast að mikið verði um andsvör gegn þessum yfirgangi risans Kína.
En Mogginn birti bréfið svo allir mættu sjá aðferðafræðina sem alræðisríkið beitir.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2020 kl. 11:01

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kommúnistar austur í Kína og kommúnistar í ESB eru samir við sig. Sendiherrar þessara ríkja skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Sósíal- og kommúnisminn opinbera sig með yfirgangi og frekju gagnvart þeim sem ekki eru þeim sammála.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.3.2020 kl. 11:08

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl og þakka innlit og athugasemdir. Já það var gott hjá Mbl að birta bréfið sem er gróf íhlutun í frelsi blaðsins. Vonandi sjá sem flestir í gegnum þennan áróður sem er hluti markmiða kínverska kommúnistaflokksins til að fegra eigin mynd, auka heimsyfirráð sín og koma Trump frá völdum í Bandaríkjunum. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 31.3.2020 kl. 14:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessum Kínastubbi hlýtur nú að vera frjálst að senda mogganum skoðanir yfirboðara sinna. Það hefur ekkert með málfrelsi að gera þótt einhver sé ósammála leiðara dagblaðs og segi það.

Og mér hefur nú sýnst á athugasemdum á netinu í dag að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þær gera taki lítið mark á málflutningi stubbsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.3.2020 kl. 22:43

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Frjáls skoðanaskipti eru undirstaða lýðræðis. Þegar einhver, sem er illa við það skrifar grein í Morgunblaðinu og grein sún fæst sett á prent, er hinu fullkomna frelsi náð.

 Bæði sjónarmið fá jafnmikið pláss.

 Það er engin ástæða fyrir Ríkisstjórn Íslands að fetta fingur út í skrif ´´einhvers´´ í kínverska sendiráðinu, vegna greinar í Mogganum. 

 Skoðanaskiptin eru frjáls og lesendum látið það eftir, hvorum þeir trúa.

 Svona á fjölmiðill að virka.

 Hlutlaus og upplýsingaveitandi. 

 Kínverska ´´eitthvaðið´´ í sendiráðinu mætti í þessu tilfelli aðeins athuga sinn gang. Það sem gengur ofan í landa þeirra á heimavelli, gengur ekki endilega svo ljúft niður um kok fólks, sem fær að hugsa í friði, fyrir stóra bróður og kommúnismanum í Kína, hvar fólk er skotið í hausinn fyrir ´´rangar´´ skoðanir, eða jafnvel brennt fyrir óþægilegan sjúkdóm.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.4.2020 kl. 04:22

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir Þorsteinn og Halldór, gott að þið virðið málfrelsið. Það sem er athugavert hér að hér er ekki um prívat einstakling að ræða heldur afstöðu heils ríkis sem notar diplómatískan kanal til að breiða út afstöðu ríkisins. Það er alvarlegra heldur en afstaða einstaklings sem er að segja skoðun sína á máli. 

Hér talar kínverska ríkið = kommúnistaflokkurinn gegnum sendiráð Kína á Íslandi. Það er opinber íhlutun eins ríkis í málfrelsi annars og er langt frá neinum eðlilegum diplómatískum leiðum í samskiptum ríkja. Sendiherranum kínverska var í lófa lagt að hringja í íslenska utanríkisráðherrann og bera fram kvörtun. En í staðinn er farið í opinbert áróðursstríð á síðum Morgunblaðsins. Þetta má bera saman við t.d. ef ríkisstjórn Íslands birti yfirlýsingu á síðum Washington Post í nafni sendiráðs Íslands í USA og ásakaði blaðið um grófan áróður gegn Íslandi fyrir að vera í beltis&braut sambandi við Kína svo eitt hugsanlegt tilbúið dæmi sé tekið. 

Yfirlýsing sendiráðs Kína er liður í alþjóðlegri áróðursherferð kommúnistaflokks Kína um allan heim. Þetta er birtingarmynd þess á Íslandi.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.4.2020 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband