Ósannindi kínverska kommúnistaflokksins um kórónuveiruna kosta þúsundir jarðarbúa lífið

 

Alþjóðavæðingin hefur gert Kína að ægishjálmi alls lífs á jörðunni og önnur lönd að vanþróuðum ríkjum. Kínverjar stjórna lyfjaframleiðslu, bílaframleiðslu og alls konar annarri framleiðslu í heiminum. Vesturlönd eru orðin háð Kína með lífsnauðsynlega þætti samfélagsbyggingarinnar. Kommúnistaflokkur Kína reyndi að þagga niður veiruna í byrjun og bæði Kínverjar og heimurinn fyrir utan Kína misstu mikilvægan tíma sem hefur kostað þúsundir mannslífa í heiminum og á enn eftir að versna. 

Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur gripið til þess ráðs að ásaka Bandaríkjamenn fyrir að hafa laumað veirunni inn í Kína og notar þennan lygaáróður til að afvegaleiða landsmenn í Kína um sannleikann í málinu.

Hvað eru Kínverjar að fela? Þingmaðurinn Josh Hawley vill láta rannsaka það.

Þegar heimurinn hefur hreinsað upp skítinn eftir Kínverska kommúnistaflokksinn á að sækja kommúnistana til ábyrgðar. Það verk verður að vinnast af þeim sem eftir verða í heiminum, eftir covid 19 og það sem á eftir kemur frá kommúnistunum í Kína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það þarf engum að koma á óvart þó að kórónaveikin blossaði aftur upp í Kína þar sem svo margir eru enn ósmitaðir.

En vonandi verður það ekki.

Hörður Þormar, 21.3.2020 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband