Yfirvöld sýna góðan vilja en meiri aðgerða er þörf eins og Sigmundar Davíð Gunnlaugsson bendir réttilega á

Það er gott mál að ríkisstjórnin grípi strax til samræmdra aðgerða og stendur sameinuð að baki ákvörðunum. Það er mikilvægt að yfirvöld sendi sterk skilaboð til allra að allt verði gert sem í mannlegum mætti stendur til að mæta þeirri ótrúlega sérstæðu stöðu sem drápsveiran hefur í för með sér og lamar allt samfélagið. Þetta er svo sannarlega ástand sem kallar á allt það besta sem þjóðin getur tekið fram og að allir kraftar vinni saman óháð flokkslitum.

Málið er hins vegar svo risavaxið og botninum hefur enn ekki verið náð og lítur því miður ekki betur út en að allt peningakerfi hins vestræna heims gæti oltið á hliðina. Slíka útreið mun taka mörg ár ef ekki áratugi og jafnvel heila öld að ná sér á eftir. Við slíkar aðstæður hjálpa falleg orð um góða stöðu og þykkan gjaldeyrissjóð skammt og einhliða Hörpusýningar eru þeirra sem telja sig ekki síður merkilega en ríkisstjórn Kína. Ísland er ekki eitt í heiminum og aðrir stærri kraftar á ferð sem Ísland verður að lifa með. Hér er eitt dæmi:

GS sudden stop

Goldman Sachs spáir 24% falli vergra þjóðarframleiðslu USA á öðrum ársfjórðingi 2020 og a.m.k. 9% atvinnuleysi. Gangi spáin eftir eru Bandaríkin komin í kreppuna miklu. Að sveiflan upp á við verði jafn brött og Goldman Sachs sýnir á þriðja kvartali er óskhyggja. Yfir 80 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar farið í heimaeinangrun og fleiri fylgja á eftir. Tjónið af drápsveirunni kemur fyrst í ljós þegar útbreiðsla veirunnar hefur verið stöðvuð með einangrun eða bóluefni.

Ríkissjóðir greiða ekki til lengdar laun starfsmanna fyrirtækja og  munu fyrirtækin hrynja eins og spilaborg og fólki kastað í atvinnuleysi. Verðbréfamarkaðir t.d. í Stokkhólmi hafa lækkað -30% og Dr. Doom sem sá fyrir hrunið 2008 spáir -70% markaðshruni og vonast hann að það dugi til að Trump nái ekki endurkjöri.

Íslenska ríkisstjórnin stjórnar ekki veirunni frá Kína. Ríkisstjórnin getur notað súperutanríkisráðherrann til að mótmæla meðhöndlun kínverska kommúnistaflokksins á uppruna og útbreiðslu veirunnar sem þeir leyndu fyrir umheiminum og rænt hefur dýrmætum tíma frá okkur til að bregðast við og minnka tjónið. Hnattvæðingarblinda ríkisstjórnarinnar kemur sjálfsagt í veg fyrir slíkt.

Að kommúnistaflokkur Kína ráði því hverjir fá andlitsgrímur og hlífðarföt fyrir sjúkrahúsin eða hvort hægt sé að framleiða bíla í Evrópu er fullkomlega óviðunandi.

Þess vegna er afstaða formanns Miðflokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar bæði skiljanleg og réttmæt.

 

 


mbl.is Ólíklegt að þessar aðgerðir dugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru því miður litlar líkur á öðru en að landsframleiðsla hér falli um í það minnsta fjórðung - ekki minna en í Bandaríkjunum. Hér er ferðamennska stærri útflutningsgrein en sjávarútvegur og stóriðja samanlagt. Hrun í ferðaþjónustu hefur gríðarleg áhrif.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2020 kl. 23:40

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Þorsteinn, sammála, þetta er gríðarlegt högg á alla landsframleiðslu.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.3.2020 kl. 00:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er að mestu sammála Þorsteini, þó svo að  ég haldi að áhrifin af corona-veirunni verði meiri, en ég hef ekki neina útreikninga til að vísa í.  Vonandi hef ég rangt fyrir mér.  Allt virðist þetta benda í eina átt aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í mýflugumynd og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda virðast vera ómarkvissar og mest "út í loftið"...

Jóhann Elíasson, 22.3.2020 kl. 09:16

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, það koma fleiri og fleiri athugasemdir við aðgerðarpakkann um að hann innihaldi mest lán og frestun á greiðslum. Þetta á allt eftir að skýrast og miðað við stærð vandans nær slíkt afar skammt.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.3.2020 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband