Guði sé lof, að Trump er ekki smitaður af Kínaveirunni
15.3.2020 | 02:29
Enn ein spá og von andstæðinga Trumps er komin í ónýta hauginn. Bandaríkjaforseti lét greina sig og útkoman var neikvæð. Þau jákvæðu bjuggust öll við jákvæðri útkomu ef til ómögulegrar greiningu kæmi og eru því í tvöföldu neikvæðiskasti núna sem bætist við öll hin óteljandi köstin vegna bíræfni Bandaríkjaforseta að vera frískur.
Síðan Davíð Oddsson hætti að vera forsætisráðherra varð skortur á "djöfli" á eyjunni köldu sem hægt er að kenna um hrakfarir mannkyns. Íslendingar eru hluti mannkyns og að mati íslenskra ráðherra sá mikilvægasti enda drjúpa aðrar þjóðir heims höfði í átt til landsins í leit að ráðstöfunum og upplýsingum.
Utanríkisráðherrann íslenski bendir góðlátlega framámönnum annarra þjóða á að fyrst eigi að hlýða á orð sín áður en mál eru borin undir viðkomandi þjóðir. Sameinuð fréttamennska heims snýst svo að sjálfsögðu um íslenska utanríkisráðherrann, sem Trump setti í ferðabann til Bandaríkjanna. Hámark ósvífninnar var að leyfa ráðherrum annarra eyja í Atlantshafi að ferðast en ekki þeim íslenska. En sú ósvífni fór líka í ónýta hauginn, þegar Trump setti Írland og Bretland í farbann og jákvæða fólkið því í einu neikvæðiskastinu enn.
Áróðursmeistari jákvæða fólksins Björn Bjarnason veit ekki lengur hvaðan á sig stendur veðrið.
Trump er frískur og berst gegn kínversku veirunni.
Davíð líka þegar síðast fréttist.
![]() |
Trump ekki með kórónuveiruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Facebook
Athugasemdir
´´Hold your horses´´ Gústaf Adolf. Eru þetta ´´feik njúvs´´ eða sannleikur?
Karlinn er sýktur. Einungis spurning um af hverju.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.3.2020 kl. 03:06
Hláturinn lengir lífið :) Kærar þakkir Halldór, mér þykir vænt um kveðjur þínar að sunnan.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.3.2020 kl. 03:31
Vonandi er hann sýktur, en hann er hraustmenni og verður meðal þeirra 80% sem mun ekki veikjast.
Hörður Þormar, 15.3.2020 kl. 09:57
Sótthræðsla er sýkin sem kallinn augljóslega með.
Við fáum aldrei að vita hvort hann sé með Coronavírusinn nem hann veikist mjög illa eða drepist úr honum.
Guðmundur Jónsson, 15.3.2020 kl. 10:05
Trump svíkur engan, ekki einu sinni þá sem eru í sóttkví. Þakka innlit Hörður og Guðmundur.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.3.2020 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.