Mun ekki auka traust í viðskiptum við íslensk stjórnvöld

haspennaÞórdís Kolbrún iðnaðar- og alls kyns ráðherra er með pilsfaldinn úti á túni, þegar hún styður forstjóra Landsvirkjunar í viðleitni hans að slá sér á brjóst og eftirá véla þjóðina inn í samningagerð við Rio Tinto.

Á að láta líta svo út að Landsvirkjun sé "góði gæinn" og Tinto "sá vondi" til að fá samúð fólks á raforkuránstefnu Evrópusambandsins.

Ef þetta verður gert munu erlend stórfyrirtæki sjá, að ekkert er að marka samkomulag við íslensk ríkisfyrirtæki.

Eykst þá enn "grái" vandinn.

Þórdís Kolbrún ætti að tyfsa til á sér pilsið og huga að hagsmunum Íslendinga í stað þess að sveifla dansskónum í takt við stálhælana frá Brussel. Hún ætti sem einhverra mála ráðherra að verja Ísland og standa gegn rafmagnsskítavæðingu ESB með aflátsbréfum, loftslagssköttum og ráðstjórnareinræði. 

En pilsið nær ekki svo langt og þjóðleg framkoma hennar minnir meira á rykkjóttar hreyfingar strengjabrúðu en kvenmanns sem reynir að verða skörungur.

Ótrúlegt að gefa búrókrötunum í Brussel lokk úr hári sínu í bogastreng í hvert skipti sem kinnhestur kemur að austan.


mbl.is Fylgjandi því að trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband