Jöklarnir sagðir horfnir 2020 standa enn
12.1.2020 | 08:46
Náttúran tekur ekkert mark á loftslagsmönnum sem boða hlýnun af mannavöldum og heimsendi 2030.
Nýlegt dæmi er frá Glacier National Park í Montana sem nær inn í Kanada. Skilti sögðu að jöklar þjóðgarðsins myndu hverfa fyrir 2020. Voru þau sett upp í tíð ríkisstjórnar Obama Bandaríkjaforseta og grundvölluðust á útreikningum US Geological Survey um hlýnunarspádóma þess tíma. Jöklarnir eru hins vegar enn á sínum stað og brosa í öllu sínu skarti að ferðamönnum sem skilja ekki af hverju þeir standa enn.
Vissulega "leiðrétti" USGS rangfærsluna 2017 en þjóðgarðurinn átti ekki fé til að skipta um skilti fyrr en núna.
Við eigum eflaust eftir að fá fleiri svona dæmi sem sýna hversu langt frá raunveruleikanum loftslagsspámenn eru. Margir muna eftir fv. varaforseta Bandaríkjanna Al Gore og heimsendaferðum hans víða um heim til að spá endalokum mannkyns vegna manngerðrar hlýnunar.
Er engu líkar en öfundssjúkir, tapsárir viðskiptaaðilar sem ekki komust í olíubransann hafi safnað liði grænna lofthænsna sem leggist gegn jarðefnaorku af sama offorsi og lagst er gegn reykingum og þeim sem reykja.
Við erum öll börn náttúrunnar og breytir engu þótt nokkur þeirra skæli til að fá eftirtekt hinna.
Jöklar eru fínir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Facebook
Athugasemdir
´´Litlu joklarnir sem blasa vid i dag, toku ad myndast fyrir um 7000 arum sidan og nadu hamarksfjolda og staerd um 1850, vid lok Litlu Isaldar. Their minnka nu odfluga sokum manngerdra vedurfarsbreytinga. Tolvulikon benda til ad their verdi allir horfnir arid 2020.´´
Svo morg voru thau ord, ha, ha, ha, ha ,ha.
Hvernig var vedrid fyrir Litlu Isold? Var jordin obyggileg med ollu, var hvergi lif ad finna og allsstadar daudi og djofull?
Vedurfar fer hlynandi AFTUR nu um stundir. Ekki nokkur skapadur hlutur vid thvi ad gera.
Mannskepnan hefur hinsvegar gott af thvi ad huga betur ad thvi ad ganga vel um natturuna og draga verulega ur allri mengun, eftir fremsta megni. Um thad aettu allir ad geta verid sammala. Er ekki komid nog af thessu heimsendarausi og thvadri um manngert vedur og kominn timi til ad taka hondum saman um minni mengun? Latum turnbergid skita i fotu a skutu og annad slekti henni tengt gaspra eins og thad vill. Thad eru ansi margir bunir ad fa upp i kok af bullinu, hraesninni og fiflaganginum i malflutningi theirra og misviturra stjornmalamanna, sem sokum malefnasnaudar hafa hengt sig a thetta endemis kjaftaedi allt saman, i vidleitni sinni til ad halda voldum. Thessi umraeda er ju alveg rosalega ´´in´´ thessi daegrin og selur vel, baedi i politik og hja opinmynntum og blaeygum fjolmidlum, sem einskis spyrja, heldur freta hvada kjaftaedi sem rekur a fjorur theirra hugsunarlaust ut i cosmoid.
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.1.2020 kl. 10:30
Þakka þér Halldór fyrir frábæran pistil hér, ég skil þig mætavel og deili tilfinningum þínum. Held að loftslagstískan passi vel við Hataratískuna - hvoru tveggja endalokaskælendur...
Gústaf Adolf Skúlason, 12.1.2020 kl. 13:55
Vilji menn taka til á hnettinum á að byrja á sóðaskapnum.
Kolbrún Hilmars, 12.1.2020 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.