Dygði þetta bréf til að sækja um flóttamannahæli á Íslandi?

"Það versta var þegar börnin stækkuðu og komu með spurningar um skotgötin á veggjunum eða þegar þau vöknuðu við sprengjur um miðja nótt og ég reyndi að róa þau. Allt var svo ofan í okkur. Fólk féll fyrir byssuskúlum við útidyrnar, sífellt fleiri vinir mínir lentu í þessu. Hús þeirra voru eyðilögð í sprengjuódæðum, kveikt var í bílum þeirra. Ráðist á börn þeirra, þeim nauðgað og þau rænd. Skärmavbild 2020-01-14 kl. 00.42.30
Eldri sonur minn byrjaði daginn á því að ganga úr skugga um hvar morð voru framin og hvar var sprengt um nóttina til að vera öruggur um að enginn sem hann þekkti hefði lent í neinu svakalegu. Hversdagsleikinn breyttist. Við þorðum ekki lengur að fara út á kvöldin eða hleypa krökkunum út að leika sér. Eftir skamman tíma snérust allar umræður um öryggi, hvernig við gætum reynt að verja börnin. Trúarhús okkar voru eyðilögð. Þegar við hittumst á trúarlegum hátíðum sögðum við brandara til að reyna að halda hættunni í burtu eða sögðum beint hvert við annað að "ef það springur núna, þá deyjum við alla vega nálægt Guði."

Þegar ég gagnrýndi stefnu yfirvalda á opinskáan hátt missti ég bæði starfið og húsnæðið, því það mátti ekki gagnrýna yfirvöld. Þeir sem gátu hófust handa við að flytja til útlanda. Til landa þar sem þeir þyrftu ekki lengur að vera hræddir, þar sem börn þeirra gátu vaxið úr grasi við öruggar aðstæður. Við sem höfðum ekki þann möguleika vorum eftir."

Gæti ofangreind frásögn verið grundvöllur flóttamannaumsóknar á Íslandi?

Sennilega. 

Það óeðlilega við þetta bréf er að það er frásögn fjölskyldu sem býr í Svíþjóð og hafði flúið ofbeldið í Malmö til Stokkhólms og vaknaði klukkan eitt í fyrrinótt við sprengjuódæðið á Östermalm í Stokkhólmi.


mbl.is Sprenging í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski segir ein athugasemd við viðhengda frétt meira en nokkuð annað:  "Skribenten har nok ikke den hudfarve, der skal til for at søge asyl."

Gunnar Heiðarsson, 14.1.2020 kl. 08:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

þetta endar með borgarastyrjöld. Stóru flokkarnir tveir bera fulla ábyrgð á þessu ástandi sem gróf um sig eftir að þeir útilokuðu Svíþjóðar demókratana frá landstjórninni.

Ragnhildur Kolka, 14.1.2020 kl. 11:12

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlitið, varnamálaráðherra Svíþjóðar varar við hugsanlegri árás á Svíþjóð og meinar Rússa. Þá var honum bent á að Svíþjóð væri þegar undir sprengju- og skotárásum af ekki Rússum. Ég á erfitt með að sjá að Stefan Löfven sitji út kjörtímabilið fram til 2022. Ríkisstjórnin hefur enga stjórn á ástandinu lengur, glæpagengin ráða. 

Gústaf Adolf Skúlason, 14.1.2020 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband