Undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar hættulegur Íslandi
10.1.2020 | 07:38
Hallur Hallsson blaðamaður og rithöfundur var í viðtali í gær hjá útvarpi Sögu og ræddi þar við Pétur Gunnlaugsson um utanríkismál Íslendinga en Hallur lýsti utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar á eftirfarandi hátt:
Við sjáum niðurlægingu Alþingis, það er búið að framselja fullveldið úr landi, utanríkisstefnan ógnar auðlindum okkar, hún er ógn við orkuauðlindir okkar og fiskimiðin, ef við ætlum að fara þarna inn í Evrópusambandið þá verðum við að afhenda auðlindir okkar eins og tíðkaðist hér áður um margar aldir, þegar erlendir fiskimenn voru að veiða allt í kringum Ísland, þetta er galin stefna og stefnir einnig nágrannaríkjum okkar, Grænlandi og Færeyjum í hættu, því með því að afhenda auðlindir okkar þá er kominn fleygur á milli þessara nágrannaþjóða,"
Undir þessi orð Halls Hallssonar skal tekið og sérstaklega undirstrikuð orð hans um fleyg á milli okkar og nágrannaþjóðanna á Atlantshafi vegna sleikjuskapar ríkisstjórnarinnar við ESB.
Fyrir nokkur klöpp á öxlina, fáein "high level" embætti við hlið Sádí og annarra aftökusveita kvennréttinda ásamt þáttöku í fundum um eigið ágæti umfram aðra jarðabúa, loftslagsmál og réttlæti sósíalismans eru bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra í vasa Germaníu sem leynt og ljóst vinnur gegn Bandaríkjunum í heiminum sbr. rússneska gasleiðslu til Þýzkalands.
Eina utanríkisstefnan er í praktíkinni undirlægjuháttur við ESB.
Vonandi verða alþingiskosningar sem fyrst svo þjóðin geti kosið embættismenn sem láta sig hag þjóðarinnar varða í stað útsölufólksins sem fjandskapast við eigin landsmenn í nafni Katrínar Jakobsdóttur. Kórónan á verkið er svo að segja að Íslendingar eigi að fylgja í fótspor Svía í innflytjendamálum en þar er velferðarkerfið á barmi hruns vegna óreiðu, spillingar, ofbeldis og almenns eftirlitsleysis. Ef fram heldur sem horfir verður Svíþjóð að Líbanon Norðursins.
Sósíalisminn setur hvað sem er í rúst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Athugasemdir
Óþolandi hvað Pétur var alltaf að grípa fram í, í tíma og ótíma.
Sigurður I B Guðmundsson, 10.1.2020 kl. 11:52
Utanríkisstefna og undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar er galin, þjóð okkar stórhættuleg og það með Sjálfstæðismann sem utanríkisráðherra. Þessu hefði maður ekki trúar fyrir nokkrum árum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.1.2020 kl. 14:57
Sælir og þakka innlitið, útvarpsmenn hafa mismunandi stíla, Pétur hefur sinn. Sammála þér Tómas um flokkinn sem frændi minn kallar Sjálfræðisflokkinn...kkv
Gústaf Adolf Skúlason, 10.1.2020 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.