Blessuð sé minning þín

korsFráfall Jóns Vals Jenssonar bar skyndilega að, við vorum í sambandi hér á blogginu fyrir jólin.

Ég kynntist Jóni í sambandi við þjóðarvakninguna í Icesave. Ég kom í ferð til landsins með tvo góða Englendinga Donald Martin og Anthony Miller sem báðu Íslendinga afsökunar á framferði ríkisstjórnar Gordon Browns sem klassaði íslensk yfirvöld á par við hryðjuverkasamtök Al Qaida. Með okkur Jóni tókst góð vinátta alla tíð síðan.

Jón var á margan hátt sérstakur persónuleiki, drengur góður sem alltaf var reiðubúinn að aðstoða aðra og hjálpa til. Kristin trú hans var sterkur drifkraftur og elja hans slík að stundum virtist hann svo afkastamikill að a.m.k. tíu aðra venjulega hefði þurft til svo ná mætti sama árangri. 

Hugsjónir og sterk trú á það góða í manninum leiddu Jón Val áfram veginn í stjórnmálaumræðum og vinskap við aðra. Það verður visst tómarúm í bloggum og á samfélagsmiðlum við fráfall Jóns.

Blessuð sé minnig þín. Guð geymi þig um aldur og eilífð.

Gústaf Adolf Skúlason


mbl.is Andlát: Jón Valur Jensson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann var mikill "prinsipp"maður og stóð vel við skoðanir sínar svo var hann afskaplega rökfastur og ætlaðist hann til að menn rökstyddu það sem þeir voru að halda fram og ef þeir gátu það ekki, þá var það sem þeir héldu fram afskaplega lítils virði og lét hann þá skoðun óspart í ljós þannig að menn þyrftu ekki að vera í neinum vafa við hvað hann átti.það verður mikill missir af honum á Moggablogginu og ekki má gleyma þeirri hreinskilni sem einkenndi hann og hans málflutning......

Jóhann Elíasson, 8.1.2020 kl. 09:26

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með félögum mínum hér þeim Gústafi og Jóhanni. Ég kynntist Jóni Val fyrir nokkrum árum og myndaðist vinátta á milli okkar. Jón Valur hafði skoðanir sem ekki allir gátu verið sáttir við en hann byggði þær að mestu leiti á Guðs Orði og þjóðarheill, var ég sammála honum á flestum sviðum.

Það verður sannanlega missir af pistlum hans hér á moggablogginu.

Ég bið Drottinn Guð að blessa minningu Jóns Vals.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.1.2020 kl. 15:11

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með ykkur, góðu félagar, mikill missir og söknuður af Jóni Vali. Óvænt fráfall hans sýnir vel að við vitum aldrei hvenær okkar hinsta stund rennur upp.

Man einmitt vel eftir þessum fundi okkar á vegum Þjóðarheiðurs, það var gaman að fá þig og bresku þingmennina. Man að annar þeirra talaði með áströlskum hreim, því hann hafði búið þar mörg ár.

Fór að hugsa, að þessar tvær aðaldriffjaðrir í Þjóðarheiðri, báðir hafsjóir af þekkingu á alþjóðalögum og -stjórnmálum, eru nú fallnir frá, Jón Valur og Loftur Altice. Svona er nú lífið.

Það er merkilegt að þetta er eina skiptið sem við höfum hist í persónu, vona að ég hafi tök á að heimsækja þig til Stokkhólms í náinni framtíð.

Theódór Norðkvist, 8.1.2020 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband