Fylgið hrynur - Jafnaðarmenn í Svíþjóð með 21% - Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6% - hvað botnar fallið?

Dokument17Í nýrri könnun Aftonbladets í Svíþjóð telja lesendur blaðsins formann Sósíaldemókrata og forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven þriðja versta ráðherrann af 23 ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Í annarri könnun mælast Sósíaldemókratar í Svíþjóð með rúm 21% fylgi en Svíþjóðardemókratar nálgast 30%. Í könnun Maskínu fyrir jól mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6% en fær 22,7% í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Þótt ekki séu yfirlýst stefnumál sænskra jafnaðarmanna og íslenskra Sjálfstæðismanna þau sömu, þá hefur vægi þessarra tveggja flokka í þjóðmálum fylgst töluvert að kringum 40% í mörg ár. Löng seta á valdastólum hefur ruglað menn í ríminu, í Svíþjóð setja jafnaðarmenn sama sem merki milli flokksins og ríkisins og á Íslandi hafa Sjálfstæðismenn týnt fullveldinu og aðlagað stefnu sína Vinstri Grænum til að komast hjá fráhvarfseinkennum í stjórnarandstöðu. 

Fylgishrunið er píslarganga nútímans fyrir þessa flokka og henni mun ekki linna fyrr en flokksmenn ná tökum á uppruna sínum og stefnu. Enginn byr í seglin í sjónmáli hvorki með Bjarna Benediktsson formann á Íslandi né Stefan Löfven í Svíþjóð.

Spurningin er hvar botninn er, ef ekki suður í Borgarfirði þá undir 17% eða jafnvel 12%?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband