Jólakveðja frá Svíþjóð
23.12.2019 | 10:25
Hart er sótt að lýðræðinu víðast hvar í heiminum um þessar mundir. Engu er líkar en netrisar heimsins með einokun á stafrænni upplýsingatækni séu Heródus nútímans. Eyða opinberum Internetsíðum með "röngum skoðunum" líkt og þær væru sveinbörn sem þarf að myrða til að stöðva komu frelsarans
Áróðurssmiðjur þeirra sem ekki unna lýðræðislegum niðurstöðum - hvorki í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópuríkjum né á Íslandi eru í höndum moldríkra óyndismanna sem sjálfir vilja stjórna í stað lýðræðislegra kjörinna embættismanna. Lýðræðissinnar og kristnir eru ofsóttir, "nútíminn" virðist stilltur á endurkomu miðalda. Þeir sem völdin hafa á bak við tjöldin sleppa ekki takinu og eru stilltir á stríð fyrir stöðugildunum.
Allir sem unna frelsi einstaklingsins, frelsi þjóða, lýðræði, málfrelsi og trúfrelsi snúi bökum saman til varnar. Umskipti íbúa í ríkjum ESB á sér fáar hliðstæður og ekki óhugsandi að sænsk börn verði í minnihluta í eigin landi. Sveðja hryðjuverka-salafista sker hálsinn af lýðræði og kristnum og bregður myrkri á ljósið.
Vér biðjum sterkari bæn um þessi jól, að frelsarinn sé nálægur í hverri hugsun, hverri athöfn. Að ljós Guðs skíni á okkur og lýsi veginn gegnum myrkrið.
Gleðileg jól kæru bloggvinir og allir þeir sem taka sér tíma í önnum dagsins að lesa greinarskrif og taka þátt í umræðu líðandi stundar.
Eigið gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég þakka fyrir liðnar samverustundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef beðið guð að frelsa þjóð okkar og vinaþjóðir frá þeim óbermi sem veður yfir allt sem okkur er kærast.
Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2019 kl. 19:47
Þakka þér Helga, stöndum saman í baráttu og bæn. Gleðileg jól til þín og þinna.
Gústaf Adolf Skúlason, 24.12.2019 kl. 00:09
Vel mælt verum vakandi Gleðileg jól
Einar L Benediktsson, 24.12.2019 kl. 08:01
Þakkir Einar, Gleðileg jól til þín og þinna.
Gústaf Adolf Skúlason, 24.12.2019 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.