Bretar sýna veg lýðræðisins nú sem fyrr
13.12.2019 | 05:48
Ég óska Bretum innilega til hamingju með stórsigur Íhaldsflokksins sem fær góðan meirihluta í þingkosningunum. Bretar staðfestu eina ferðina enn að þeir meina alvöru með ákvörðun sinni að yfirgefa Evrópusambandið sem reynt hefur allt til að halda þeim föstum í viðjum sínum.
Fyrir Íslendinga og aðrar lýðræðiselskandi þjóðir eru úrslitin fagnaðarefni. Eina ferðina enn vísa Bretar veg lýðræðisins, þegar syrtir í álinn í Evrópu. Hið andlýðræðislega Evrópusamband og hugmynd þess um eitt stórveldi í Evrópu undir hatti Germaníu og Frakklands hefur beðið skipbrot. Búast má við að nú hrikti í stoðum sambandsins enda eru fréttir eins og t.d. um komandi refsilöggjöf gagnvart gagnrýnendum haldlausrar innflytjendastefnu ESB merki um þéttsetningu og skipulag ríkis sem mætti kalla það fjórða.
Enginn veit enn sem komið er þótt Bretar séu staðráðnir að verja og hefja sjálfsákvörðunarrétt sinn til vegs á nýjan leik, hvernig úrsögninni muni reyna af en t.d. Macrón Frakklandsforseti hefur hótað að senda frönsk herskip á fiskimið Bretlands til aðstoðar ránfiski franskra togara. ESB hefur ár til að ganga frá lausum endum við Breta og verður afar fróðlegt að fylgjast með þeim samningum. Ef fyrri taktar sögunnar koma fram á ný munu Bretar verða kallaðir öllum illum nöfnum og hundeltir fyrir að vilja ekki knékrjúpa fyrir hinu nýja herraveldi meginlandsins.
Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.