Munu Vinstri grænir berjast gegn falsfréttum um kjarnorkuframleitt rafmagn á Íslandi?
8.11.2019 | 06:14
Þar kom að því að sjálft Norðurlandaráð tekur þátt í ritskoðunarherferð "góða fólksins" sem fær netrisana í lið með sér og slekkur á allri gagnrýni gegn ESB og misheppnaðri innflytjendastefnu sambandsins. Í Svíþjóð hefur þessi ritskoðun komið einkar skýrt fram með heitri línu frá ráðuneytum til m.a. Facebook og Google og einnig í yfirlýsingum krata og ESB-sinna um að "mikilvægasta verkefni ESB sé að koma í veg fyrir "hægri öfgastefnu" og "popúlisma"". Google sem hlutlaus leitarvél er ónýt og dugir að bera saman leit t.d. um gagnrýni á ESB saman við aðrar leitarvélar eins og duck til að sjá muninn.
Ég hlakka til að sjá Óttarsson Proppé og Silju Dögg berjast gegn falsfréttum stjórnmála- og fjömiðlafólks um íslenska raforkuframleiðslu úr kjarnorku og jarðolíu. Þær falsfréttir prentar Orkustofnun í hvert sinn sem rafmagnsreikningar eru sendir til viðskiptavina stofnunarinnar.
Norðurlandaráð sem og hvert mannsbarn á Íslandi veit mætavel að á Íslandi eru engin kjarnorkuver og heldur enginn sæstrengur sem flytur rafmagn framleitt með kjarnorku eða olíu á meginlandinu til dreifingar á Íslandi.
Sósíalistar telja sig vera "góða fólkið" með vit fyrir alla jarðarbúa sem skilja ekki að heimsendir nálgast óðfluga. Fyrir utan lofslagsvá er stærsta hætta heimsins "hægri öfl sem heimskir kjósendur velja" eins og t.d. Trump í Bandaríkjunum og Svíþjóðardemókratar í Svíþjóð sem eru orðnir stærri en sósíaldemókratar. Margar staðreyndir lagðar fram af íhaldsöflum reyna vinstriöfl að meðhöndla og afgreiða sem "falsfréttir" en eins og í Svíþjóð eru sprengjuódæði og frítaka ríkisstjórnarinnar á leiðtogum hryðjuverkamanna úr fangelsi of stór biti fyrir þá "heimsku" sem ekki verður lengur haldið frá raunveruleikanum með "falsfréttum".
Sannleikurinn nær alltaf fram á endanum.
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.