Miðflokkurinn stendur vörð um menningu okkar og sögu

Unknown-1Það var ánægjulegt að lesa um tillögu Miðflokksþingmannsins Birgis Þórarinssonar að kristnifræðikennsla verði aftur skyldunámsgrein í grunnskólum landsins. Það er atlaga gegn sögu og menningu Íslendinga að afnema kristnifræði í grunnskólunum. Er það í samræmi við aðrar blindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem fylgir alþjóðasósíalismanum að málum á öllum sviðum. 

Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem varðveitir sjálfstæða hugsun og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og þjóðfélagsins. Stefna ríkisstjórnarinnar er að fylgja heiðnum, blindum, sjálfselskum sósíalistum sem styðja við bakið á öfgaíslam, vannæra lögreglu og réttarfarskerfi og alla þá sem vinna fyrir hagsmunum venjulegs fólks.

Katrín Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur boðað umbyltingu efnahagskerfisins með nýjum grænum sköttum og kaup ríkissjóðs og lífeyrissjóða á grænum skuldabréfum sem mun gera íslenskan almenning að öreigum líkt og útrásarvíkingum tókst 2008.

Það var aumkunarvert að hlýða á "svar" forsætisráðherrans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um grænu skattana, hún gat ekki komið með neinar tölur og taldi að þess gerðist varla þörf "þar sem allir þingmenn væru sammála ríkisstjórninni í loftslagsmálum"!!!

Ríkisstjórnin er pólitískt steindauð og farin að lykta illa undir fjarstýringu ESB og sænskra krata.

Ég hvet þingmenn Miðflokksins til dáða og þakka fyrir drengilega, málefnalega baráttu fyrir hagsmunum Íslands.

 


mbl.is Kristinfræði verði kennd á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, klausturmunkarnir eru svo sannarlega útverðir íslenskrar menningar!

Þorsteinn Siglaugsson, 5.11.2019 kl. 21:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein Gústaf.  Það alveg furðuleg árátta hjá "Vinstri Hjörðinni" að vera sífellt með "skítkast" á meðlimi Miðflokksins, en kannski er það vegna þess að Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem virðist gera sér grein fyrir hvers konar kjaftæði og múgsefjun er í gangi með loftslagsmálin og eru ófeimnir að gagnrýna þetta bull.  Jóhannes Björn Lúðvíksson hefur safnað saman áliti margra "alvöru" vísindamanna á þessu sviði og svo hefur hann einnig skoðað starfsemi margra náttúruverndarfélaga og annarra samtaka í þeim geira og hans niðurstaða er að þetta loftlagskjaftæði sé bara "BIG BUSINESS".....

Jóhann Elíasson, 5.11.2019 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir með þér, Gústaf Adolf,* og einnig með samherja okkar Jóhanni Elíassyni.

* Þ.e.a.s.: þegar þú talar um Miðflokkinn sem eina tæka stjórnmálaflokkinn sem varðveitir sjálfstæða hugsun o.s.frv.: að það skil ég sem átt sé við að hann einn af flokkum á Alþingi geti talizt trúr og traustur í málum okkar Íslendinga.

Jón Valur Jensson, 6.11.2019 kl. 01:48

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líklega hefur stjórnarandstaðan aldrei látið jafnmikið af mörkum eins og Miðflokkurinn þótt tækist ekki að stöðvþa samþykkt Op3  Ég hlustaði á baráttu-málflutning þeirra vegna innleiðingar ríkisstjórnarinnar á Op3 en enginn í ríkisstjórn þorði að andmæla skömmin hlýtur að hafa nagað litlu hjörtun,sem gefa upp að annars verði mamma Merkel óhress með frammistöðuna.(ekki þó orðrétt,en meining skilin). Mb.Kv.og þakklæti fyrir færsluna.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2019 kl. 02:58

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir vinir fyrir innlit og athugasemdir. Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem ekki tekur þátt í sýndarstjórnmálum heldur starfar í hreinskili á grundvelli stjórnarskrár lýðveldisins. Ég styð flokkinn heilshugar til frekari dáða sem sverð og skjöld Íslands á umrótartímum, stór vá eru ókjörnir embættismenn sem véla landið inn í ESB eins og OP3 og sýndarhalelújaplaggið sem kallað er "EES-skýrslan" sýna. Sendum fleiri alvöru stjórnmálamenn - eins og Miðflokksmenn - inn á þing. Áfram Kristmenn krossmenn...

Gústaf Adolf Skúlason, 6.11.2019 kl. 09:20

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, kæri Gústaf, og velkominn heim frá Búdapest laughing

Helga, sæl. Við megum þó muna þetta: Eini þingmaðurinn í stjórnarflokkunum sem mælti gegn bannsettum Þriðja orkupakkanum var hinn kristni Ásmundur Friðriksson :) Kristin trú hjálpar mönnum að brjóta ekki gegn samvizku sinnismile

Jón Valur Jensson, 6.11.2019 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband