Svíþjóð griðarstaður heilagastríðsmanna
2.11.2019 | 11:21
Sænskir sósíaldemókratar styðja heilagastríðsmenn í verki. Sex leiðtogar heilagastríðsmanna sem voru úrskurðaðir sem sérstök ógn við Svíþjóð af leynilögreglunni var sleppt úr haldi í vikunni eftir að ríkisstjórnin ákvað að vísa þeim úr landi. Innflytjendadómstóllinn ákvað að það væri of hættulegt fyrir þá að vísa þeim til heimalanda sinna Írak, Rússlands og Egyptalands. Í staðinn var þeim sleppt úr haldi og ekki lengur hafðir í fangelsi, þrátt fyrir að vera taldir ógn við öryggi Svíþjóðar.
Trúlega hafa kratar fullvissað sig um að öfgaíslamistarnir fengju að ganga lausir áður en ríkisstjórnin ákvað að vísa þeim burtu úr landi, þannig geta kratar þótst berjast gegn heilagastríðsmönnum fullvissir um að ekkert geti komið í veg fyrir áframhaldandi hryðjuverkastörf þessarra æðstupresta. Ríkisstjórn Stefan Löfvens hefur nýlega komið í veg fyrir á þingi að hægt verði að taka sænskan ríkisborgararétt af hryðjuverkamönnum eins og gert er á öðrum Norðurlöndum.
Umræðan geysar hjá Svíum um trygginguna sem leiðtogum hryðjuverka er veitt með griðarstað í Svíþjóð. Venjulegir Svíar vita ekki lengur sitt vamm í því upplausnarástandi sem ríkir í innanríkisstyrjöld glæpahópa sem sífellt grípa til grófara ofbeldis.
Sósíaldemókratar í Svíþjóð verða sífellt örvæntingarfullri yfir straumi atkvæða til Svíþjóðardemókrata og berjast líkt og Sjálfstæðisflokkurinn íslenski við fylgi undir 20%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
Hvað er það við Islam sem heillar svona Svía???
Sigurður I B Guðmundsson, 2.11.2019 kl. 19:46
Svíar eru góðhjartaðir upp til hópa og voru beðnir um að "opna hjörtu sín" fyrir flóttafólki frá aðallega stríðshrjáðu Sýrlandi fyrir nokkrum árum. Fyrir sósíaldemókrata sem eru í formlegu samstarfi við Múslímska bræðralagið er um atkvæðasmölun að ræða, sumir segja að þegar múslímar í Svíþjóð stofna eigin stjórnmálaflokk hrynji fylgi sósíaldemókrata enn frekar. Held ekki að Íslam heilli venjulega Svía enda miklar hreyfingar í stjórnmálum hér frá sósíaldemókrötum yfir til Svíþjóðardemókrata sem vilja stöðva innflutning hælisleytenda, þar til Svíar ráða við ástandið sem skapast hefur í Svíþjóð (atvinnuleysi, glæpastríð, skotbardagar og sprengingar osfrv.)
Gústaf Adolf Skúlason, 3.11.2019 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.