Helsta stefna Sjálfstæðisflokksins að vera í andstöðu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson
15.9.2019 | 09:00
Ekki var ræða formanns Sjálfstæðisflokksins á Flokksráðsfundi uppá marga fiska en hann taldi sjálfum sér helst til framdráttar að hann hefði sett fleiri konur í embætti en fyrri flokksformenn samanlagt. Einnig sagði hann að jafna þyrfti dreifingarkostnaði rafmagnsnetsins og að hraða þyrfti umbreytingu yfir í vistvæna orku. Eini sýnilegi andstæðingur Sjálfstæðisflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn og þessum aðilum að kenna að orkupakki þrjú er orðinn að veruleika og Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki fram með boðskapinn um að allt sé í lagi með samþykkt orkupakkans. Sjálfstæðisflokkurinn er svo duglegur í EES-málum og hefur komið til leiðar að Alþingi ræði fyrst um málefnin áður en þau eru samþykkt hjá EES nefndinni en fáir skilji það enn. Að öðru leyti hefur ekkert breyst þau tvö ár sem hann hafi notað sama bindið.
Konurnar tvær sem Bjarni Benediktsson skipaði sér við hlið fylgja meginstefnu flokksins að allt slæmt sé Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að kenna. Þannig "uppskar Þordís K.R. Gylfadóttir mikið lófaklapp er hún ræddi aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að þriðja orkupakkanum" (Mbl 14/9 2019). Sagði nýsköpunarráðherrann samstarf Sigmundar Davíðs og David Camareon til að kanna hugmynd um sæstreng jafnast á við að Katrín Jakobsdóttir stofnaði nefnd með Mike Pense um staðsetningu kjarnorkusprengja í Keflavík. Þessi yfirlýsing er mikið hrós á forystuhæfileika Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og þakklæti Sjálfstæðisflokksins til Vinstri Grænna.
Sýndarmennska forystu Sjálfstæðismanna sést skýrt þegar raunveruleikinn er skoðaður:
- Flokksforystan gengur gegn samþykktum Landsfundar
- Forystan klýfur flokkinn með skýlausu stjórnarskrárbroti í orkumálum
- Bjarni Benediktsson fer vísvitandi með fleipur, þegar hann fullyrðir að Sjálfstæðismenn séu búnir að koma því til leiðar að Alþingi ræði fyrst um málin áður en EES nefndin tekur ákvarðanir. Orkupakki 3 sannar það.
- Forystan vitnar til fortíðarinnar til að skoða hvernig henni hefur mistekist að breiða út stefnu flokksins á sama tíma og gert er hlægilegt að flokksmenn bera saman sögu flokksins við nútímann.
- Sýndarmennskan sést best í kjörorði Flokksráðsfundarins: "Hlökkum til morgundagsins" á sama tíma og flokksmenn hoppa af skútunni til hægri og vinstri og flokkurinn siglir hraðbyri undir 20% fylgi í fyrsta sinn í sögunni.
- Ríkisbáknið tútnar út í höndum Sjálfstæðismanna og skattbyrði eykst.
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins er einangruð í fílabeinsturni og lofsöngur um eigið ágæti fyllir öll vit og búið að gleyma fyrir löngu, að það eru kjósendur sem ákveða hverjir eru sendir á þing. Ekkert er því eðlilegra en að fylgið hrynji undir 20% sem er hið raunverulega tilhlökkunarefni morgundagsins.
Þórdís segir hægrimenn glaðari en vinstrimenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
Það er virkilega sorglegt Gústaf að horfa uppá hamfarirnar sem forusta Sjálfstæðisflokksins hefur leitt flokkinn inní, þetta hefði ekki þurft að gerast, en ákvarðanir flokksforustunnar hafa komið flokknum í þessa stöðu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2019 kl. 17:10
Ákaflega er þetta kjánaleg yfirlýsing hjá Þórdísi Kolbrúnu, ansi er ég hræddur um að þessu verði akkúrat öfugt farið eftir næstu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn niður fyrir 15% þá er ég hræddur um að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins verði súrir en einhverjir aðrir ráði sér ekki fyrir kæti.
kv hrossabrestur
Hrossabrestur, 15.9.2019 kl. 17:15
Þakka innlit og athugasemdir. Að ganga dáleiddur í ESB-björg er að skilja sálina eftir í álögum. Þjóðin mun rétta af málið, spurningin er hversu mikið það muni kosta. - Gömul viðskiptafræði segja að það kosti tólf sinnum meira að laga tapið en tapið sjálft.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.9.2019 kl. 18:34
ICE-exit.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2019 kl. 19:11
Já! Tòlf sinnum meira? Þá er traustið farið -
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2019 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.