Hinir óttaslegnu guðnar, birnir og alþingismenn

Besta lesning í manna minnum er Reykjavíkurbréf dagsins, þar sem Davíð Oddsson bregður fyrir sér rökfestu með húmor af alkunnri snilld. Engum tekst eins og ritstjóra Morgunblaðsins að skýra markmið og hugmyndir á léttu máli sem hvert mannsbarn getur skilið.

Forseti Íslands sagði í setningaræðu Alþingis: "En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu."

Sem betur fór tókst þjóðinni að varast þá óttaslegnu, þegar kúgunartilboði Icesave var hafnað. Ræðumaðurinn lenti þá í hópi þeirra höfnuðu enda svo óttasleginn að ekkert dugði nema eymdarmynd Norður-Kóreu til að lýsa því skelfilega. Í dag er maðurinn forseti og undirritar boðskap hinna óttaslegnu á Alþingi sem ekki þora að anda á ESB. Hinir sömu og híma útí horni í sjávarútvegsmálum og bíða eftir því eða einhver frá EES yrði á þá.

david-300x300Davíð Oddsson gerir að umtalsefni 10 liða bréf kennt við Yellowhammer (gultittling), þar sem ógurlegum ógnum er lýst dirfist Bretar að fara úr Evrópusambandinu. Segir Davíð bréfið Gultittlingarskít og rekur rök Björns Bjarnasonar um skelfingu liðanna tíu:

"En gultittlingaskjalið var teiknað upp með sömu forskrift og notuð er við handritsgerð hryllingsmynda, en varð samt ekki neitt neitt.

Björn Bjarnason rekur 10 punkta úr skjalinu: Í þeim fyrsta segir: "Komið getur til fjöldafunda með og á móti útgöngu og gæti orðið að uppnámi í þjóðlífinu." Hvað með það? Slíkir fundir eru þegar haldnir reglulega í landinu. Í Frakklandi hefur verið kveikt í bílum og húsum og löggreglan grýtt vikulega og hún svarar með táragasi og er þó Macron ekki á leið án útgöngusamnings út úr ESB. Gaman væri að sjá worst case scenario um það.

En töluliður tvö sem Björn Bjarnason nefnir er auðvitað skelfilegur: "Dagurinn eftir útgöngu er föstudagur sem er yfirvöldunum ef til vill óhagstætt. Auk þess kunni að vera vetrarfrí í skólum." Þarna er verið að lýsa worst case scenario númer tvö!!!! Bæði föstudagur og vetrarfrí í skólum.

Í gær var föstudagurinn 13. á Íslandi og sjálfsagt víðar og ríkisstjórnin, sem þó er skelfingu lostin yfir öllu, sagði ekki af sér. En kannski hefur ekki verið vetrarfrí og það gert útslagið.

Svo var það liður númer 6: "Verðbólga eykst ´umtalsvert´ Þetta bitni á eldra fólki sem nýtur minni félagslegrar aðstoðar vegna minnkandi þjónustu."

Englandsbanki spáði óðaverðbólgu ef menn segðu já við útgöngu fyrir þremur árum. Hún er ekki komin enn!

Og sjö: "Bretar sem ferðast til ESB-landa kunna að sæta auknu eftirliti á landamærum þeirra!"

Eftir 11. september 2001 hafa allir þeir sem ferðast upplifað slíkt. En í ´worst case scenario´ segja menn að "tafir kunni að verða á landamærum".

Og lokapunkturinn, þessi númer 10 hlýtur að minna vana menn á hættuna á kjarnorkustríði í kalda stríðinu: "Viðbúnaður almennings og fyrirtækja vegna þess sem gerist við útgöngu án samnings verður lítill og minnkar enn vegna óvissu um hver er stefna stjórnvalda auk þess sem menn eru orðnir langþreyttir á talinu um aðferð við útgöngu."

"Þetta er ófögur lýsing" segir Björn. Já, menn gerast gamansamir."

Síðan bætir Davíð Odsson ellefta liðnum við: "Það eina sem manni þykir vanta í þessar spár væri liður 11. "Verði farið út án útgöngusamnings gæti Pence varforseti komið í heimsókn í hálfan dag og umferðaröngþveiti verða í öllum borgum Bretlands og standa í þrjá mánuði, einkum ef það væri starfsdagur í skólum."

Taka má alfarið taka undir sjálfsagða og eðlilega kröfu ritstjóra Morgunblaðsins að hinn öflugi rökstuðningur óttans sem sætir svo mikilli tortryggni verði opinberaður, því "Það verður bara verra að bíða. Það er þekkt."  (leturbreyting mín/gs)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur er ég ekki hrifinn af gula litnum.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera ófeiminn

við að flagga gula litnum í sínu merki:

https://www.facebook.com/xdreykjanesbaer/videos/345170713059436/UzpfSTI2OTA4OTc1MjcwODoxMDE1NjU3ODY2NDY1MjcwOQ/

Jón Þórhallsson, 14.9.2019 kl. 11:30

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Eru allir búnir að gleyma hysteríunni varðandi áramótin 1999-2000?

 Hvað gerðist í tölvukerfum heimsins? Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur. 1. janúar árið 2000 var eins og hver annar dagur, nema að þeir sem hæst höfðu um hrun hér og hrun þar, hurfu ofan í jörðina úr skömm, yfir aulaáróðri sínum. Þeir sem kættust mest, voru þeir sem seldu heimsendaspárnar. Svona svipað og hamfarahlýnunarbjálfarnir í dag.

 Brexit mun ekki hafa nein áhrif, með eða án samnings, frekar en bullið um áramótin 2000. Esb getur ekki án verslunar verið við Bretland. Punktur og basta. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2019 kl. 01:19

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit, tek undir með þér Halldór, heimsendaspár eru yfirleitt þrýstitæki fyrir viðskiptasamninga við aðila sem ekki hafa haldbærari rök fyrir framleiðslunni. Verst hvað hinir óttaslegnu virðast reiðubúnir að ganga langt eins og sést best í Brexit. Kveðja að austan...

Gústaf Adolf Skúlason, 15.9.2019 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband