Pence ekki grín í huga: Ísland sýni í verki stuðning við USA
6.9.2019 | 17:06
Töluvert hefur verið skrifað um ánægju varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, yfir því að íslensk stjórnvöld hafni þáttöku í Belti og braut-verkefni Kínverja.
Eftir heimsóknina á Íslandi hitti Mike Pence forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, og gaf þá út þá yfirlýsingu, að um leið og Bretar færu út úr ESB kæmu Bandaríkjamenn inn í frjáls samskipti við Breta.
Bandaríkjamenn eru vinir okkar og vinna að frelsi og lýðræði um allan heim. Ósjálfstæðisflokkurinn er ósjálfbjarga í stjórnmálum, hlýðir tilskipunum ESB, brýtur stjórnarskrána og valtar yfir lýðræðið. Svo óstyrkur flokkur hefur ekki burði til að hlýða kalli Bandaríkjamanna.
Guðlaugur Þór Þórðarson fær engan fríverslunarsamning við Bandaríkin hversu heitt sem hann óskar sér með því að ljúga að Pence að Íslendingar hafni þáttöku í Belti og braut.
Ísland þarfnast nýrrar ríkisstjórnar sem tekur afstöðu með Bandaríkjamönnum gegn einræðisöflum ESB og Kína.
Kaldastríðsgrín og misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.