Ríkisstjórnin velur miðstýrt Orkusamband ESB að hætti kommúnismans
29.8.2019 | 10:30
Ótrúlegt er að vitna afneitun þingmanna orkupakkans á tilvist Orkusambands ESB sem Island verður aðili að með orkupakka 3. Það er aðeins eitt ESB sem stjórnar Orkusambandi ESB - The Energy Union með áætlun allt fram til 2050! Vindhanar orkupakkans bíða slefandi með umsóknir um græna styrki og lán ESB um leið og orkupakki 3 verður samþykktur á Íslandi. Feta þeir í fótspor ítölsku mafíunnar sem átt hefur bæði Vindadrottna og verkefni með nöfnum eins og "Burtu með vindinum"
Hinn s.k. "frjálsi markaður" ESB er ekkert annað en miðstýring orkuauðlinda, sölu og dreifingu orkunnar. Þýzkaland sem verður stöðugt háðari raforku úr kolum vegna lokunar kjarnorkuvera græðir mest á Orkusambandi ESB. Ódýr hrein orka Norðurlanda er stórhækkuð til neytenda og gróðinn að hluta til notaður til að greiða niður dýra skítuga orku landa eins og Þýzkalands. Þetta fyrirkomulag hefur hleypt Þjóðverjum inn á markaðinn með einokunarfyrirtæki eins og EON sem stendur í vegi fyrir stækkun innlendra fyrirtækja t.d. í Svíþjóð. Með Orkusambandinu stýrir ESB allri "samkeppni" t.d. hergagnaframleiðslu sem auðvelt verður að beina til Þýzkalands.
Með orkupakka 3 fær þjóðin hærra rafmagnsverð, ónýta samkeppnisstöðu, flótta orkufreks iðnaðar, atvinnumöguleika og fólks frá landinu.
Kæra ESB á hendur Belgíu fyrir að setja sig gegn afhendingu orkufyrirtækja og auðlinda til ESB tekur af öll tvímæli um Orkusamband ESB. Enginn grundvöllur er lengur fyrir samkomulagi Miðflokksmanna um lok umræðu um orkupakka 3.
Miðflokksmenn verða að halda áfram andófi til að koma í veg fyrir stórslysið!
Orkupakkinn ræddur fram og til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.