Með Sigmund Davíð á heilanum

sigmÉg tek undir orð hins vinsæla bloggara og blaðamanns Páls Vilhjálmssonar sem lýsir þinglegum rétti Miðflokksins að tala þar til "annað hvort að orkupakkanum verði frestað eða boðað verði til þingkosninga." 

Hart er sótt að þingliði Miðflokksmanna af ótrúlega taugaveikluðum Sjálfstæðismönnum og Viðreisn sem virðast hafa málað sig útí horn. Taugaveiklun ríkisstjórnarinnar sýnir fram á málefnaskort enda "ályktunin" ekkert annað en pöntun frá Evrópusambandinu sem flestir nema ríkisstjórnin hafa séð í gegn. Er það til marks um örvæntingu að kenna Sigmundi Davíð um að innleiða orkupakka 3. Hver bannar ríkisstjórninni að leggja málið niður? Fresta eða vísa aftur til EES nefndarinnar? Heilaþveginn utanríkisráðherra getur ekki svarað því enda dáleiddur af ESB til að þjösnast á litlu varnarlausu ríki. 

Ríkisstjórnin er komin með Sigmund Davíð á heilann og myndi það kýli snarlega lagast ef ráðherrar byrjuðu að hlusta á málefnaleg rök í stað þess að böðlast áfram með orkupakka 3. Kvöl ríkisstjórnarinnar eykst stöðugt með meiri umræðu um orkupakkann.

Vonandi láta Miðflokksmenn ekki deigan síga og hvet ég þá til að nota allar lýðræðislegar leiðir til að halda áfram málþófi til að tefja málið fram yfir útgöngu Breta úr ESB. Þrýstingurinn á Ísland og tímasetning núna fyrir OP3 er m.a. tilkominn svo ESB þurfi ekki að eiga á áhættu að ná ekki orkunni af Íslendingum áður en ESB fer á fullt að takast á við æsingu og upplausn sambandsins eftir útgöngu Breta úr ESB.


mbl.is Sagði Guðlaug Þór haldinn þráhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað á að annað hvort að fresta orkupakka ESB eða setja hann í þjóðaratkvæði svo íslendingar ráði framvegis sínum orkumálum sjálfir. 
Hitt er svo annað umhugsunarefni; verði O3 samþykktur og landið skikkað til þess að leyfa sæstreng á þeim forsendum, hvert á þá að leggja strenginn?  Varla til USA eða Bretlands sem munu þá utan ESB - eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 28.8.2019 kl. 14:30

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér Kolbrún fyrir innlit og athugasemd. Þetta er dágóð spurning hjá þér enda verður fróðlegt að fylgjast með málum í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. 

Gústaf Adolf Skúlason, 28.8.2019 kl. 14:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því að mér fannst Utanríkisráðherra ná nýjum LÆGÐUM með framkomu sinni á þinginu í dag og undirstrika þar að meðmælendur orkupakka þrjú VIRÐAST EKKI VERA FÆRIR UM MÁLEFNALEGA UMRÆÐU OG HAFA EKKI NEINA HUGMYND AÐ ÞVÍ HVERNIG EIGI AÐ TAKA Á ÞEIM NÝJU UPPLÝSINGUM SEM HAFA KOMIÐ FRAM Í SUMAR......

Jóhann Elíasson, 28.8.2019 kl. 21:03

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, innilega sammála. Utanríkisráðherra tekur trúðartakta í von um að leiða athygli hlustenda fram hjá sjálfu málefninu sem er að afhenda Brussel yfirráð yfir orkuauðlindum Íslands. Ótrúverðugt að benda allan tímann á Sigmund Davíð og hrópa: "Þetta er þér að kenna!" Málssókn ESB á Belgíu tekur af öll tvímæli um yfirráð ESB á orkuauðlindum ríkja skv. orkupakka 3 eins og Sigmundur Davíð benti réttilega á í Kastljósi í gærkvöldi. Þessi ákæra ein er ástæða þess að stöðva þingsályktunartillöguna á Alþingi. 

Gústaf Adolf Skúlason, 29.8.2019 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband