Vanhæfur forsætisráðherra í umboði Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna
23.8.2019 | 08:45
Það er venja kommúnista að fylgja eigin flokkslínu í stað þess að gegna þjóðfélagslegum skyldum. Þess vegna kemur það ekki á óvart, að forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir, vinni skemmdarstarf á góðum tengslum Íslands við Bandaríkin. Kommúnistar og aðrir vinstri menn telja eigin málstað ætíð ganga framar öllu öðru. Það er því misbeiting valds að nota forsætisráðherraembættið til að mótmæla komu aðstoðarforseta Bandaríkjanna Mike Pence til Íslands. Ekki síst með tilliti til þess áframhaldandi varnarsamstarfs sem Bandaríkjamenn hafa svo farsællega unnið með okkur í tímans rás.
Það eru ýmis dökk ský á sjóndeildarhringnum sem undirstrika mikilvægi þess fyrir vopnlausa þjóð að veðja á réttan hest. Miðað við fyrri sögu og samstarf við Bandaríkin ætti það vera auðvelt fyrir Íslendinga að velja á milli Bandaríkjanna og Bretlands annars vegar og ESB hins vegar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lítilsvirðir landann með hegðun sinni. Því fyrr sem þjóðin losnar við VG úr forsætisráðherrastól þeim mun betra.
Fjarveran gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sorglegt er að við skulum hafa manneskju á stóli forsætisráðherra sem þekkir ekki muninn á stjórnmálum og persónulegri hentistefnu.
Katrín niðurlægir ekki einvörðungu sjálfa sig heldur tekur hún þjóðina með sér á lægra plan og það í umboði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins eins og þú bendir réttilega á Gústaf.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.8.2019 kl. 10:27
Tek algjörlega undir með ykkur Tómasi. Hvað heldur þessi stelpukjáni eiginlega að hún sé? Það er ekki svo lítið fjallað um þetta á erlendum fjölmiðlum og sagt að svona hátterni sé með ÖLLU fordæmislaust. Og svo veit enginn hvaða áhrif þetta hátterni kemur til með að hafa en það má alveg ganga út frá því vísu að þetta á eftir að skaða okkur á einhvern hátt..........
Jóhann Elíasson, 23.8.2019 kl. 12:12
Katrín litla hefur aldrei á ævinni unnið ærlega vinnu.
Búin að vera í spenanum frá því í menntaskóla, sem greinilega
hjálpaði henni ekki neitt.
Gluggaskraut er og verður alltaf gluggaskraut.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.8.2019 kl. 13:12
Sælir og takk fyrir innlit og athugasemdir. Það merkilega við þetta allt saman er að Katrín Jakobsdóttir verður einn helsti ræðumaður á ráðstefnu Norræna verkalýðssambandsins NFS í Malmö sem ASÍ, BSRB og BHM eiga aðild að þann 3. september n.k. og gæti því alveg verið á Íslandi til að taka á móti Mike Pence þann 4. september. En hún kærir sig kollótta og heldur -að sögn fréttaveitunnar AP eftir Agli Bjarnasyni blaðamanni - EINKAFUND með verkalýðsleiðtogum þann 4. september, þegar hún á að gegna starfi forsætisráðherra og taka á móti Mike Pence. Er nokkur sem trúir því að þetta séu ekki pólitísk mótmæli við komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands?
Gústaf Adolf Skúlason, 23.8.2019 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.