"Einkafundir" fóðra mótmæli forsætisráðherrans gegn komu Mike Pence til Íslands

Í frétt AP segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands geti ekki tekið á móti varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence vegna "einkafunda" 4. september. Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína hjá Sambandi norænna verkalýðsfélaga NFS í Malmö á opnunardegi ráðstefnunnar 3. september og getur því hæglega flogið heim til að taka á móti Mike Pence næsta dag:

"Prime Minister Katrin Jakobsdottir said that she´s planned for months to give the keynote speech for the Council of Nordic Trade Unions annual meeting in Malmo, Sweden, on Sept. 3 - the day before Pence´s arrival. She will only return the afternoon of Sept. 4 after private meetings with Nordic union leaders, her office said" (leturbreyting mín/GS)

Skv. skrifstofu forsætisráðherrans flýgur forsætisráðherrann fyrst heim eftir "einkafundi" með norrænum verkalýðsforkólfum 4. sept. Það er því ekki ræða Katrínar Jakobsdóttur, sem veldur því eins og ASÍ segir, að hún getur ekki tekið á móti Mike Pence, heldur "einkafundir" sem eiga sér stað sama dag og Mike Pence kemur til Íslands.katrin1 
Er það kannski svo að varaforseti Bandaríkjanna hefur hnikað komu sinni til Íslands frá 3. til 4. september til að þóknast forsætisráðherra Íslands til að vera á verkalýðsráðstefnunni í Malmö 3. september?

Að Katrín Jakobsdóttur kýs "einkafundi" í stað þess að gegna skyldum forsætisráðherra er augljós misbeiting á embættinu og lítilsvirðing við Íslendinga og Bandaríkjamenn. Katrínu Jakobsdóttur er í lófa lagið að sleppa "einkafundunum" til að mæta á opinbera fundinn með Pence sem forsætisráðherra Íslands.

En það gerir hún ekki, því sem formaður Vinstri Grænna er hún að mótmæla einum valdamesta manni heims sem Vinstri Grænum er í nöp við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband