Utanríkismálanefnd rasskellt með skýrslu sérfræðinga Orkunnar okkar
17.8.2019 | 22:44
Skýrsla sérfræðinefndar Orkunnar okkar er án efa viðamesta og vandaðasta heimild um orkumál sem komið hefur út á Íslandi. Ætti ríkissjóður að borga sérfræðingunum níu góð laun fyrir þá alvöru vinnu sem hér hefur verið innt af hendi í samanburði við t.d. þá hrákasmíði og fjársóun utanríkisráðherra sem fengið hefur fólk með ESB-titla til að fara með staðlausa stafi og blaður framan í Íslendinga vegna orkupakka 3. Ber þar einna hæst áróður um að EES starfinu yrði hleypt í uppnám ef Ísland vísaði málinu aftur til EES nefndarinnar með kröfu um undanþágu Íslands frá pakkanum.
Davíð Oddsson fv. forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins gerir þá hlið mála að umtalsefni í Reykjavíkurbréfi dagsins og lýsir reynslu sinni af Gróu á Esbuleiti, þegar íslenskir embættismenn með hræðsluáróður gátu ekki nafngreint heimildir sínar. Að venju slær hjarta ritstjórans með þjóðinni og mættu orkupakkasinnar skammast sín fyrir að útmála þennan fyrrum farsælasta leiðtoga þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem "pópúlista og falsfréttasmið" í tilraun til að sverta málstað þeirra sem unna fullveldi Íslands.
Skýrslan er umfangsmikil enda málið viðamikið og með henni er kominn grundvöllur að sjálfstæðri orkustefnu Íslendinga. Bent er á augljósan hlut sem hverju mannsbarni ætti að vera augljós að Ísland þarf fyrst að móta eigin orkustefnu áður en hlaupið er eftir valdboðum frá Brussel og selja út auðlindir landsmanna. Ætti að skikka utanríkisnefnd á 2-3 daga námskeið með sérfræðingunum níu til að fá svolítið af staðreyndum málsins inn fyrir ennisbeinið fyrir þingstubbinn.
Ræfildómur ESB-sinnaðra orkupakkatalsmanna á þingi birtist í mikilli vanþekkingu á utanríkismálum og fer formaður utanríkismálanefndar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur þar fremst fyrir í kunnáttuleysi um Evrópusambandið og ástandið í Evrópu. Alþingi virðist hafa það sem inngöngupróf fyrir þáttöku í þingstörfum að menn eru látnir bregða sér í hlutverk páfagauksins og fá þeir störf sem geta kvalið landsmenn mest með endalausu sarghljóði reglugerðafargansins frá Brussel.
Ég fagna skýrslu níumenninganna og megi alþingismenn nota tímann vel til að fara þar yfir helstu staðreyndir málsins áður en umræður um málið halda áfram á þingi.
(uppfært 18/8 kl 9.25)
Stærsta ákvörðun íslensks lýðveldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2019 kl. 09:25 | Facebook
Athugasemdir
Við lestur skýrslunnar, sem að mínum dómi er afar vel unnin og nákvæm, kemur mér það verulega á óvart að einhverjir skuli enn vera á því að samþykkja orkupakka þrjú. Og verður það til þess að maður veltir fyrir sér hvað liggur eiginlega að baki??????
Jóhann Elíasson, 18.8.2019 kl. 10:51
Skýrslan um 3. orkupakkann er hér:
https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/08/SkyrslaOrkusamband_160819.pdf
Júlíus Valsson, 18.8.2019 kl. 19:40
Sælir, takk fyrir að taka með skýrsluna Júlíus. Hluti þeirra sem vill fá orkupakka 3 (og þá sem á eftir koma) eru fjárglæframenn sem bíða eftir að komast í grænu styrki og lánveitingar ESB og mætti kalla þá grænu víkingana.
Gústaf Adolf Skúlason, 18.8.2019 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.