Svíar þurfa að auka orðaforða sinn á afsökunum vegna stríðsástandsins

rane-1Nú er svo komið í innanríkismálum í Svíþjóð að allt fleiri Svíar telja að stríðsástand ríki í landinu. Eru það daglegar skotárásir með vélbyssum glæpahópa, sprengjur og stórar bílabrennur sem valda þessum skoðunum. Fasteignasalar á Spáni segja Svía nú flýja landið og kaupa íbúðir til að komast frá ofbeldinu. Sænska lögreglan segir þetta ástand vera hið nýja Svíþjóð sem verði áfram í a.m.k. áratug. Svíar þurfa bara að venjast þessu nýja normi. Ég fljótþýddi nýja grein um ástandið. Hún er nokkuð löng en lýsir vel þeim skoðunum sem ryðjast sífellt meira til rúms í þessu ofbeldishrjáða landi.

Rithöfundurinn Björn Ranelid er einn þeirra fjölmörgu Svía sem taka til máls í fjölmiðlum þessa stundina:

"Í Svíþjóð er styrjaldarástand og stjórnmálamennirnir bera ábyrgðina á því. Í fimm nætur í röð hefur verið kveikt í bílum í háskólaborginni Lundi. Þannig brjálæðisódæði hafa verið framin hundruðum saman á mismunandi stöðum í Svíþjóð síðustu fimmtán árin.

Frá 1955 til 1985 var sennilega ekki kveikt í einum einasta bíl í Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi eða Lundi. Þessir glæpir hafa ekkert samband við fjölda bíla á þessum stöðum þessa áratugi. Þannig er enginn munur á eðli afbrotsins heldur er hér um að ræða nýja tegund afbrota.

Þegar félagsfræðingskona á háskólanum í Malmö útskýrir glæpina með að unglingarnir séu vonsviknir, reiðir og á villigötum, þá er það tómt kjaftæði og vitleysa. Hún þylur upp tölu sem hver annar páfagaukur.

Enginn þessarra glæpamanna skortir mat né hreint vatn. Þeir hafa þak yfir höfuðið og hafa fengið ókeypis skólagöngu í níu eða tólf ár. Þeir búa ekki í hreysum. Allir þessir brjálæðingar hafa haft betri aðbúnað á heimilum sínum en mörg þúsund barna og unglinga sem ólust upp í Ellstorp í Malmö þegar ég átti heima þar með foreldrum mínum og tveimur systkinum í 47 fermetra tveggja herbergja íbúð frá 1949 til 1966.

Það ríkti mikill kærleikur í fjölskyldu okkar og bróðir minn og ég lærðum að bera virðingu fyrir öðru fólki og vera iðnir í skólanum. Þetta heitir uppeldi sem þúsundir stúlkna og drengja skortir á sænskum heimilum í dag. Þetta snýst ekki um peninga eða hvar í heiminum maður fæðist. Þetta hefur ekkert að gera með stjórnmál eða hugmyndafræði. Þetta er um siðferði, móral og samveru manns við annan.

Allar stúlkur og konur sem óttast að hlaupa, ganga og vera úti í görðum og á mismunandi stöðum í Svíþjóð þarf að taka alvarlega. Enginn maður á áð berja, hóta eða nauðga nokkurri konu. Þetta er stríð milli frelsis og þvingunar.

Þetta er hræðsla og ótti hjá konunum sem á ekki að vera til innan þeirra. Hugsuð og raunveruleg ógn eru ósýnileg vopn beint að konum. Þær sem verða fyrir barðinu á því lenda í æfilöngu áfalli.

Öll lykilorð á símum, í bankaerindum og á tölvum eru afleiðing glæpamanna sem notfæra sér alla möguleika til að stela peningum og svindla. Það er stríð gegn glæpamennskunni. Á fyrsta ársfjórðungnum hafa sjötíu og fimm sprengjur sprungið á almennum stöðum í Svíþjóð. Þúsundir manns hafa aðgang að vopnum af ólíkum gerðum.

Unglingar eru myrtir og teknir af lífi í vitna viðurvist sem af tilviljun eru viðstödd þá stundina. Þetta er stríð og ekkert annað. Drápin snerta hundruði ættmenna, vina og kunningja og fjölskyldur þeirra. Hefnd og hefndaraðgerðir eru hluti stríðsins. Viðkomandi slær til hvar og hvenær sem hægt er.

Hugtakið heiður hefur fengið perverst og sjúkt innihald síðustu tuttugu og fimm árin í Svíþjóð. Orðið heiður á ekki að þýða líkamlegt ofbeldi, þvinganir, hefnd eða mismun á milli kynja. Kona sem er myrt í heiðursskyni innan fjölskyldunnar er harmleikur fyrir allt fólk sem býr og lifir í Svíþjóð, því lítil börn heyra, sjá og muna inn í framtíðina. 

Margir æskuvinir mínir í Malmö höfðu meiri ástæðu til að vera vonsviknir, reiðir og finnast þeir vera sniðgengnir en stúlkur og unglingar nútímans. Þeir bjuggu þröngt í gömlum íbúðum og efnahagur margra fjölskyldna var bágur en enginn af hundruðum kunningjum mínum, vinum og leikfélögum kveikti í bílum, rændu aldraða eða báru vopn. Eftir skólann spörkuðum við fótbolta og lékum. Engum leiddist. Lífið var fullt af möguleikum. Stjórnmálamenn hafa skapað sjálfuppfyllandi spádóma þegar þeir tala og skrifa um sérstakaleg eftirsett og útsett heimilishverfi í Svíþjóð. Margt fólk sem bjó á Kirseberg, í hreysunum á Austur Farmvegi og Lugnet í Malmö, var eignalaust og beint í nauðungarbústaði. Enginn kveikti í bílum eða hótaði grannanum með vopni. Þeir sprengdu ekki búðir á Suðurgötu og nauðguðu engri konu í Kóngsgarðinum eða Pildammarna. 

Allar þessar fjölskyldur bjuggu við verri kjör á heimilum sínum en einstaklingarnir í Rósagarðinum, í Rinkeby, Bergsjön eða Biskupsgarðinum í Gautaborg, Storvreten í Tumba, Ronna í Suðurtelje og á um tuttugu öðrum stöðum í Svíþjóð. Hérna er hreint drykkjarvatn, klósett, sturtur eða baðkör, rafmagnseldavélar, ísskápar og aðgangur að þvottaherbergjum.

Ég þekki mörg hundruð einstaklinga sem börðust fyrir námi sínu og menntuðust, þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra lifðu við skort. Svíþjóð þarfnast andlegrar byltingar í siðfræði, móral og uppeldi barna.

Kennararnir verða að njóta virðingar nemendanna. Það verður að vera ró í bekkjunum. Aldraðir eiga að geta verið innan sem utan dyra í öryggi. Dæma á ræningja og nauðgara og setja í fangelsi. Þar geta þeir stundað nám og lært að tala og skrifa sænsku fimm daga í viku og ef þörf krefur æft þrekið án járnlóða. Þeir eiga að fá möguleika á að læra fag, mismunandi handverksvinnu og verða lærlingar í tækni, við hjúkrunarstörf og garðyrkju.

Áttunda febrúar 2017 skaut fimmtán ára gamall drengur vaktmeistara sem mokaði snjó í Malmö. Eitt af skotunum hittu í höfuð hans. Þetta var algjörlega tilefnislaust, nokkurs konar skemmtun. Í desember sama ár skemmtu fjórir unglingar í Lundi og Malmö sér viða að draga vinsamlegar, góðhjartaðar manneskjur á eftir bílnum eftir að þeir höfðu fengið aðstoð við hvaða leið átti að fara að tilteknum stað. Bílstjóri bílsins skrúfaði niður rúðuna og á einu augnabliki hrifsuðu ódæðismennirnir í hönd þess sem leiðsögn veitti, ræstu bílinn og keyrðu af stað dragandi viðkomandi með bílnum. Þetta gerðist níu sinnum.

Einn hryðjuverkamaður keyrði með flutningabíl á Drottninggötunni í Stokkhólmi til þess að drepa svo marga sem mögulegt væri, börn, fullorðna og aldraða. Heil þjóð fann fyrir brjálæðisverkinu. Ættingjar, vinir og kunningjar þeirra látnu og særðu eru dæmdir í stöðuga og lífslanga sorg og sálarsársauka.

Stjórnmálamenn í Svíþjóð eiga með lögum og ýmsum ákvörðunum að sjá til þess að ræningjar, morðingjar, vígamenn, nauðgarar, hryðjuverkamenn og barnaníðingar verði dæmdir og settir í fangelsi. Hjá glæpamönnum eiga engar byssur og hríðskotabyssur að finnast. Barist skal gegn allri eiturlyfjasölu.

Ef stjórnmálamennirnir sjá ekki til þess að til séu nægjanlega margir lögreglumenn og réttarfarslegir möguleikar til að að handtaka þá seku, þá bera þeir ábyrgð á því að styrjöld ríkir milli þeirra löghlýðnu og glæpamanna í Svíþjóð. 

Útlenskir þjófahópar herja í Suður Svíþjóð og stela vélum og dýrum verkfærum bænda. Lögreglan hefur ekki tíma eða kraft til að eltast við þjófana. Það er sorglegt og ófyrirgefanlegt.

Að kvöldi sunnudags síðasta dag júnímánaðar 2019 voru tveir ungir menn skotnir í Sollentuna. Samtímis var unglingur hnífstunginn í Vellingby. Seinna um kvöldið var enn einn ungur maður skotinn í Blackeberg. Núna eru tveir þeirra dánir. Þetta gerist á hverjum og öðrum hverjum degi einhvers staðar í Svíþjóð. Þetta er smáskala stríð sem snertir alla þá sem búa og lifa í Svíþjóð í dag. Orðaforðinn fyrir afsakanir er tæmdur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sorglegt en satt.

Ástæðan....Allahu Akbar

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2019 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband