Ríkisstjórnin skák og mát í dauðataflinu við Brussel

IMG_9664Í fallegri kirkju í Täby norður af Stokkhólmi, sem byggð var á 12. öld, eru gömul málverk um fyrri tíma. Eitt þeirra sýnir tafl við dauðann sem oftast en ekki undantekningarlaust endar aðeins á einn veg. Faðir Ingmar Bergmans var vinur prófastsins og heimsótti oft kirkjuna með Bergman ungum að árum sér við hlið. Myndin hafði mikil áhrif á hinn unga Bergman sem síðar þróaði senu í kvikmyndinni Sjöunda innsiglið á grundvelli málverksins.

Ekkert er nýtt undir sólinni. Hégómi þeirra sem láta fagurgala nýlenduherranna blinda sig og taka við glerperlum dauðans að gjöf eru orðnir skák og mát í dauðataflinu við Brussel. Þeir þora ekki að að skáka nýlenduherrunum en kjósa í staðinn að þjóna þeim í þráskáki við íslensku þjóðina í von um að dauðinn í Brussel vinni. En til eru undantekningar á tafli við dauða og djöful eins og þjóðin sýndi og sannaði í Icesave.

Hetjuleg barátta fullveldisþingmanna á Alþingi veitir innblástur eins og viðtalið við þann sérdeilis góða mann Arnar Þór Jónsson, Héraðdsdómara. Í þessu viðtali lýsir kjarni málsins og með hverri sekúndu leggjast fleiri lóð á vogarskál Davíðs í baráttunni við Golíat.

Ríkisstjórnin er skák og mát. Þjóðin teflir áfram.


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þá er það spurningin hvaða HVÍTI KÓNGUR

er hvítasti kóngurinn á skákborði lífsins?

Eins og allir vita að þá getur verið bara 1 HVÍTUR KÓKGUR

á öllum venjulegum skákborðum:

Jón Þórhallsson, 7.6.2019 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband