Langa nefið er rautt - fáir vilja sósíalismann aftur í Evrópu

eu-flaggPersónulega má vorkenna Theresu May að geta ekki hamið grátinn við aðskilnaðinn við embættið. Hún hefur eflaust staðið í þeirri trú að hún væri að vinna þjóð sinni gagn svipað og Jóhanna Sigurðardóttir og steingríman þegar þau gengu erinda bankaræningja í Icesave. En lýðræði þýðir að stjórnendur verða að hlýða á kjósendur og framkvæma vilja kjósenda.

Höfundur Reykjavíkurbréfs dagsins skrifar: "Langt nef var helsta stjórntæki Theresu May. Skrítið að íslenskir stjórnmálamenn telji snjallt að sækja um einkaleyfi fyrir sig á því tæki". 

Í yfirstandandi ESB-þingkosningum er langa nefið eldrautt. Vinstri menn vinna að einræðisríki ESB yfir allri Evrópu. Rætt er um að ESB breyti atkvæðareglum, þannig að neitunarvald verði afnumið og einfaldur meirihluti ráði. Þar með hafa minni lönd engin áhrif lengur. Einnig er rætt um að framkvæmdastjórnin leggi á og innheimti skatta á lönd sambandsins. Her ESB er í uppbyggingu. Ekkert bólar á að minnka veizlukostnað ESB-aðalsins á kostnað aðildarríkja þótt Bretar yfirgefi sambandið. Svona mætti lengi telja.

Í kosningabréfi til Aftonbladet hvetja forystumenn Móderata í Svíþjóð kjósendur að velja Nei við sósíalisma vinstri manna í Evrópu. Uppreisn fólks í Bretlandi og víða um Evrópu er enginn hægri öfgastefna heldur uppreisn geng samþjöppun valds á einum stað sem síðan valtar yfir lýðræðið og lýðræðislega kjörna fulltrúa fólks í aðildarríkjunum. 

Íslendingar eru seinheppnir að vera með ríkisstjórn sem dásamar þessa þróun og leggur sig flata fyrir kommissjónerunum í Brussel. Langa nef ESB virkar ekki betur á Íslandi en í Evrópu.

Vonandi vaknar fólk hressilega við og styður við bakið á þingmönnum fullveldisins sem halda uppi fána lýðveldisins og berjast á grundvelli stjórnarskrárinnar gegn löngu og illa þefjandi nefi ESB-þingmanna.  Langa nefið sem er að snýta sér á Alþingi verður vonandi hrakið burtu svo Íslendingar geti áfram lifað sem sjálfstætt fólk í sjálfstæðu landi.


mbl.is May lætur af embætti 7. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Beittur og góður pistill að venju...

Jóhann Elíasson, 25.5.2019 kl. 10:15

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Jóhann og þakka þér sömuleiðis fyrir góða baráttu hér á blogginu.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.5.2019 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband