Guð fyrirgefi þeim sem vita ekki hvað þeir gjöra
20.5.2019 | 08:38
272 ungmenni eru sögð standa fyrir auglýsingu í Fréttablaðinu um að ekkert líf verði á Íslandi án stjórnunar ESB.
Auglýsingin birtist viku fyrir kosningar till ESB-þingsins þar sem háð er barátta um framtíð lýðræðis og tilvist sjálfstæðra ríkja annars vegar og skriffinnskualræðis og miðstjórnar álfunnar í Brussel hins vegar.
ESB breiðir út þann boðskap að hver sá sem er á móti ESB sé hægriöfgamaður og slíkt sé það sama og að vera nazisti. Helga Vala Helgadóttir formaður skipulags- og eftirlitsnefndar Alþingis dreifði boðskapnum út yfir sali Alþingis í fyrri viku vegna þess að Miðflokksmenn nýttu sér lýðræðislega skyldu sína að fjalla um orkupakka 3 á Alþingi.
ESB villir um fyrir ungu fólki sem hefur ekki upplifað styrjöld í Evrópu eða glæpi nazismans gegn mannkyninu. Þeir sem dirfast að hafa aðrar skoðanir en ESB eru skilgreindir "vondir eins og Hitler". Áróðurinn er slíkur að segja má að allir sem eru hægra megin við Stalín séu nazistar.
Unga fólkið sem þráheldur sér í handriðið í hátíðarsal Títanic sér ekki skipsbrotið sem nálgast. Fyrir þeim er það keppikefli að fá að vera um borð vegna þess að skipið sé ósökkvanlegt.
Guð hjálpi þeim.
Ungt fólk sem styður EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Athugasemdir
Vantar eitthvað í sögubækurnar - eða eru þær ekki kenndar í skólum?
Ísland hélt uppá 1100 ára búsetu í landinu árið 1974. Um svipað leyti og drög voru lögð að ESB apparatinu.
Kolbrún Hilmars, 20.5.2019 kl. 11:45
Sæl Kolbrún, einmitt; það er til mannkynssaga fyrir ESB, þrátt fyrir að talsmenn þess vildu eflaust eins og Pol Pot setja tímatalið á 0 frá þeim degi sem nýr valdhafi kom til sögunnar.
Gústaf Adolf Skúlason, 20.5.2019 kl. 12:01
Þessum einstaklingum hefur trúlega verið smalað saman úr landráðaflokkunum fjórum og látið líta svo út fyrir að þeir séu jafnt úr öllum flokkum og tali fyrir hönd ungs fólks.
Þessar strengjabrúður styðja ekki EES samninginn, sem ekki gerir ráð fyrir afhendingu orkugeirans til ESB, heldur vill þetta lið fulla ESB aðild fyrir eigin persónulegan ávinning, það sem við hin köllum svik og landráð.
Þetta afhjúpar þessi hópur einmitt með því að minnast á OP3 og Brexit. Þeir eru eins og Remainers/Remoaners í Bretlandi sem kenndu gamla fólkinu um að hafa "svikið" ungu kynslóðina, meðan sannleikurinn er að fjöldinn allur af unga fólkinu kaus "Leave", þ.e. unga fólkið sem hafði yfir sjálfstæðri hugsun, siðgæði og föðurlandsást að búa, fyrir utan það að utan ESB hefur Bretland glæsta framtíð sem sjálfstætt ríki.
Remoaners, sem eru af svipuðu sauðahúsi og þessir fjórir einstaklingar, eru sallarólegir yfir því að Bretland greiðir 13 milljarða punda* (um 2 þúsund milljarða íslenzkra króna) árlega til ESB og fær ekkert í staðinn nema arðrán, frekju og yfirgang. Það er vegna ESB að Bretland í dag er orðið að skítaholu.
Ef tekizt hefði að sölsa Ísland undir yfirráð Fjórða ríkisins árin 2010-2013 þá væri Ísland í sömu sporum og Grikkland í dag, í botnlausum skuldum sem þurfti að afhenda allar eyjarnar í Eyjahafinu upp í pant fyrir skuldunum, auk þess að afhenda fiskimiðin. Hvað ætli Vestmannaeyingum þætti um það að Deutsche Bank ætti þá með húð og hári og að þeir fengju ekki að veiða nema nokkur tonn af fiski árlega því að fiskiskip allra ESB-landanna væru að þurrausa miðin inni í landhelginni?
Þessir 40 "íslenzku" einstaklingar eru haldnir sams konar þrælslund og gólfmottan Theresa May, sem hefur gert allt til þess að koma í veg fyrir Brexit.
*) og þá er búið að draga frá afsláttinn sem einn bezti forsætisráðherrann, Margaret Thatcher fór fram á forðum.
Aztec, 20.5.2019 kl. 12:57
Anno Domini er ekki orðin tóm. En einhvers staðar varð væntanlega að byrja, og eins gott rugla ekki meira með það. :)
Kolbrún Hilmars, 20.5.2019 kl. 15:09
Gott að vita hvað hin unga, gáfaða og fallega æska vill í sinni framtíðar sýn.
Þá getur maður sofnað rólega svefninum langa
Helgi Rúnar Jónsson, 20.5.2019 kl. 16:23
Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir og allar staðreyndirnar Aztec. Svíþjóð borgar um 44 milljarða SEK (um 572 milljarða ísl kr) í aðildaráskrift árlega og eftir Brexit vill ESB hækka áskrift Svíþjóðar um 15 milljarða sek upp í 59 milljarða sek (um 767 milljarða ísk). Andstaðan við ESB eykst á hverjum degi í Svíþjóð og er búist við að Svíþjóðardemókratar verði jafnvel stærsti flokkurinn í kosningunum á laugardaginn og sósíaldemókratar lendi í öðru sæti.
Gústaf Adolf Skúlason, 20.5.2019 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.