"Þetta er allt saman Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að kenna"
12.5.2019 | 05:25
Og ef það er ekki Sigmundi að kenna, þá alla vega Davíð Oddssyni.
Bráðum stendur orkupakkaklíka Sjálfstæðisflokksins ein út í horni og bendir á meirihluta þjóðarinnar og hrín að allt sé þessum vitlausu, lesblindu, eldri hvítu köllum ásamt innrásarliði Norðmanna að kenna að vera að reyna að standa í veginum fyrir að auðjöfrar vogunarsjóðanna geti nælt sér í feitar orkuauðlindir Íslands gegnum orkupakka 3.
Talsmenn orkupakkans reyna að sneiða fram hjá umræðu um eigin ábyrgð á stjórnarskrárbrotum sínum vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra sem hlekkjar þjóðina og komandi kynslóðir landsmanna í Orkusamband ESB. Reynir orkupakkaklíkan að klína því á stjórnmálaandstæðinga að þetta sé allt saman þeim að kenna en sjálfir séu þeir stikk frí þar sem þeir séu fórnarlömb vonda Miðflokksins, aðallega Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar.
En það er núna sem fremja á glæpinn gegn íslensku þjóðinni með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Þjóðin sér hverjir það eru sem vilja afhenda ESB yfirráðin yfir orkuauðlindum landsins. Það er engum falið að Miðflokkurinn stendur heill og óskoraður gegn svikum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem ætlar að afhenda ESB fullveldi Íslands.
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur munu fara til sögunnar sem aumkunarverðir svikarar sjálfstæðisstefnunnar og hugsjóna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa fleygt þjóðinni út í horn og breytt flokknum í ískalt hagsmunafélag andlitslausra vogunarsjóða og búrókrata í Brussel.
Skuldaskil koma í næstu alþingiskosningum.
Þið sjáið í hvað stefnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Facebook
Athugasemdir
Já,maklegu málagjöldin? Þau hljóta að gera sér grein fyrir því,en finnst hlutdeild í Evrópu búróinu þess virði.
Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2019 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.