Orka Íslands í óskabrunni Drakúla
11.5.2019 | 09:46
ESB-elítan ákvað að leggja upp framtíðarstefnu fyrir ríki ESB við óskabrunn Drakúla í Transylvaníu á svo kölluðum "degi Evrópu" sem klíkan hefur tilnefnt sjálfri sér. Í brunninum glittir í auðæfi litla Íslands sem framleiðir ódýrasta græna rafmagn sem til er í álfunni.
Í grein í Morgunblaðinu í dag bendir Sturla Böðvarsson á kjarna málsins og vert að taka undir kröfu hans:
"Það hefur eitt og sér engan tilgang að við ráðum því hvort sæstrengur verði lagður ef orkumarkaðsmálin verða um leið tekin úr okkar höndum þegar sala hefst um sæstreng. Þessari spurningu verða ráðherrar að svara áður en lengra verður haldið."
Fyrirsögn Reykjavíkurbréfs dagsins er:
"Það er ekki ókeypis að ulla á fólk."
Guðlaugur Þór og aðrir orkupakkasinnar gera allt til að komast með í Drakúlaklúbb ESB og ætla að borga fyrir aðgöngumiðann með orkuauðlindum Íslands. Það hentar þeim sem vilja vera skuggamegin í lífinu.
Allir vita að þegar blóðsuga bítur heilbrigða manneskju verður sú einnig að blóðsugu og ekki verður ullið fallegra eftir það.
Hleypum ekki vígtönnum ESB í Gullfoss.
Gullfoss fer ekkert úr landi frekar en fullveldið.
Óforsvaranlegt að samþykkja orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Athugasemdir
Hej Gústaf
Ég get ábyrgst að ESB muni auka vald sitt yfir landamærum þegar Bretar fara ESB fljótlega. Fleiri lönd munu fara. Við ættum að vera mjög varkár þegar við takast á við ESB - sérstaklega þegar kemur að auðlindum okkar.
Við ættum að vera mjög varkár þegar við takast á við ESB - sérstaklega þegar kemur að auðlindum okkar.
Þau mun reyna að fá stjórn af það sem við eigum og fá okkar til að taka meira flóttamen - muslim flóttamenn sem eiga ekki með þessa land að gera. Semsagt - ég trausta þeim EKKI.
Merry, 11.5.2019 kl. 15:51
Já, Merry, þeim finnst sjálfsagt að bæta hér upp á íbúafjöldann með óstöðvandi innflutningi múslima. Vinstri græn eru á bolsévískan hátt með þrefalda fólksfækkunarpólitík í gangi, með þremur lagafrumvörpum undan handarjaðri Svandísar Svavarsdóttur og mestu fósturvígsmaskínu heims, International Planned Parenthood,* sem leggur einnig fyrir sig geldingar í stórum stíl og ósæmilegum aðferðum í Indlandi og víðar. En þetta eru frumvörpin þrjú gegn lífinu og viðgangi íslenzku þjóðarinnar:
1) fósturvígsfrumvarpið, sem greidd verða atkvæði um á mánudaginn kemur, á þingfundi sem hefst kl. 15.00; þetta yrðu næstróttækustu fósturdeyðingalög Evrópu, næst á eftir Hollandi!!!
2) Ófrjósemisaðgerða-frumvarpið, sem þegar hefur verið samþykkt sem lög með 53 samhljóða atkvæðum sofandi sauða, en engu mótatkvæði! (2 greiddu ekki atkv., 8 fjarstaddir). Þetta eru langróttækustu lög um ófrjósemisaðgerðir á öllum Norðurlöndunum og stefna, rétt eins fósturmorða-frumvarpið, að enn meiri fækkun Íslendinga.
3) Líknardrápsfrumvarpið, sem ég finn ekki í fljótu bragði á þingmálaskrá Alþingis, en það er þarna einhvers staðar: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/lagafrumvorp/
* Tveir útsendarar International Planned Parenthood voru valdir af annaðhvort sofandi eða laumuróttækum heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíusson, til að mynda meirihluta nefndar, sem sníða skyldi ný lög um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir! HNEKKJA þarf allri þessari lagasetningu ofurróttæklinga og meðvirkra kjána á Alþingi. Þessi ólög eru að engu hafandi.
Jón Valur Jensson, 11.5.2019 kl. 19:13
Sæl Merry og Jón, Þaað er einmitt viðsemjandinn sem er málið, ESB sem er að mynda stórríki álfunnar (m.a. gegn USA) með eigin her, fjárlögum, þjóðarsöng og þjóðfána. Ef einhver er nationalsósíalískur þá eru það forráðamenn ESB sem vilja neyða allar aðrar þjóðir undir stjörnufánann. Engin venjuleg alþjóðastofnun að gera samninga við eins og íslenski utanríkisráðherrann telur.
Gústaf Adolf Skúlason, 12.5.2019 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.