Uppgötvun ríkisstjórnarinnar: enginn sæstrengur milli Íslands og Evrópu
10.5.2019 | 17:44
Utanríkisráðherra kynnti í dag sameiginlega yfirlýsingu EES nefndarinnar sem eftir langar og strangar samningaviðræður komst að þeirri niðurstöðu að enginn sæstrengur er milli Íslands og Evrópu.
Verður þetta að teljast með merkilegri uppgötvun í seinni tíð og geta því allir farið í rúmið í kvöld sáttir við dagsverkið.
Önnur uppgötvun til gagns fyrir þjóðina og tilkynnt var í leiðinni er að á meðan enginn er sæstrengurinn, þá gildi ekki raforkumarkaður ESB fyrir Ísland. EES samningurinn hefur
"ekki gildi eða neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar."
Þetta er að sjálfsögðu uppgötvunin sem þjóðin beið eftir. Þess vegna á Ísland ekki að ganga í Orkusamband ESB, enda hvorki sæstrengur til staðar né samningur í gildi.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hefði engu að síður getað sparað þjóðinni mikið fé ef hann hefði spurt börn á götum borgarinnar um sæstrenginn. Enginn af þeim myndu kannast við neinn sæstreng aðra en þá sem lagðir eru í fiskabúrum.
Eftir þessa stórmerkilega uppgötvun sem trúlega verður tilnefnd til Nóbelsverðlaunanna getur þjóðin í sátt og samlyndi og af öryggi farið lagaleiðina í EES samningnum eins og í Icesave.
Afléttum ekki stjórnskipulegum fyrirvara og vísum málinu tilbaka til EES nefndarinnar. Ísland á ekki að ganga í Orkusamband ESB hvorki með eða án sæstrengs.
Fullveldið á heima á Íslandi alveg eins og Gullfoss.
Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Athugasemdir
Þetta orðatiltæki "á meðan" er stórhættulegt. Tiltölulega saklaust á heimilinu, svo sem "elskan, bíddu aðeins "á meðan" ég þurrka mér um hendurnar, en jafnvel börnin vita hvað gerist síðan.
Kolbrún Hilmars, 10.5.2019 kl. 20:01
Sæl Kolbrún, einmitt, ekkert að marka neitt fyrr en sæstrengurinn kemur. Svo ljúga ráðherrar því beint framan í þjóðina, að sæstrengur muni "ekki verða lagður". Halda þessir menn að Íslendingar sjái ekki í gegnum þessar lygar?
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2019 kl. 01:42
Hvers vegna það er svona mikilvægt að samþykkja þýðingarlaus ákvæði úr smiðju esb, hefur mannvitsbrekkunni í utanríkisráðherraembættinu enn ekki tekist að bögla út úr sér, frekar en öðru af einhverju viti, undanfarin misseri. Ekki frekar en að nefna það, að á eftir O3 kemur O4 og síðan O5 og svo framvegis.
Undirlægjuháttur stjórnvalda gagnvart niðurrifsstarfsemi esb bjúrókratsins er aumkunnarverður. Þar skorar utanríkisráðherra Íslands feitt, eins og aumingi með hori og slefi.
Hvað forystu Sjálfstæðisflokksins gengur til, með framferði sínu í o3 málinu er illskiljanlegt. Úr kratískum Trojuhesti fullveldisafsalssinna er sírennsli innan Valhallar, svo mikið er víst. Hvar er formaður Sjálfstæðisflokksins? Hvar eru formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna? Er VG með Kötu og Þistilfjarðarkúvendinginn innanborðs algerlega sammála því að samþykkja O3? Eða formaður framsóknar, sem gaf það í skyn fyrir skömmu að forystan yrði að hlusta á grasrótina, af og til, en virtist síðan hafa gleymt öllu sem hann sagði og snérist í hring, eins og framsóknarómyndum er mjög gjarnan tamt. Það fara um mann ónot og klígja, við að horfa upp á aumingjaskap og hugsjónageldinguna, sem á sér stað í pólitíkinni á Íslandi í dag. Sorglegt að sjá þar forystu Sjálfstæðisflokksins fremsta í flokki.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.5.2019 kl. 01:43
Sæll Halldór, já ekki er það fagurt að sá flokkur sem kennir sig við sjálfstæði skuli vera í fararbroddi fyrir að farga því. Er það illa gert miðað við fyrri hugsjónamenn flokksins sem helguðu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar líf sín. Guðlaugur & Co senda flokkinn niður fyrir 15% fylgi með hegðun sinni...
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2019 kl. 04:07
Hressilega hreinskilnir menn hér og kona.
En það þarf að biðja fyrir þessari þjóð.
Jón Valur Jensson, 11.5.2019 kl. 04:54
Já, gerum það saman Jón.
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2019 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.