Leggja má niður Alþingi ef fylgja á ráðum Baudenbacher - staðfestir alræði ESB

davAllir nema þjóðin virðast vera mottó utanríkisnefndar sem nú fær hátt settan dómara til að tala fyrir orkupakka3.

Styrmir Gunnarsson segir það vera einsdæmi í sögu lýðveldisins "þegar íslenzka utanríkisráðuneytið kallar eftir hótunum erlendis frá." 

Athyglisverður samanburður Bauenbacher á Icesave og orkupakka 3 sýnir kjarna viðskiptanna við ESB í einni hendingu:

„Að bera Ices­a­ve-samn­ing­inn við þetta er að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. Ices­a­ve var ákveðið lög­lega, ekki póli­tískt. Orkupakk­inn er póli­tísk­ur og ákvörðunin er ekki ákveðin í rétti.“

Þá vitum við það. Ef nú málið er ekki löglegt heldur pólitískt hver á þá að ráða? ESB reyndi á grófan hátt að hafa áhrif á niðurstöðu Icesave dómsins fyrirfram sem var einsdæmi en tapaði vegna lagalegrar stöðu Íslands. Varðandi orkupakka3 er það sá sterkari sem ræður fyrst engin eru lögin til að dæma eftir.

Baudenbacher hefur gefið Íslendingum enn frekari rök til að hafna pakkanum. Hér er á ferðinni dómari sem segir allt í lagi fyrir Íslendinga að kaupa pólitík og hafna lögum. Annars munu þeir hafa verra af.

Er þetta virkilega sterkasta vopnið sem pakkasinnar hafa uppá að bjóða?

 


mbl.is Skaðabótaskylda eintóm fantasía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Styrmir, góður Gústaf, vorkunnverður vesalingur Guðlaugur Þór.

En hvaðan er myndefnið, Gústaf minn kær?

Jón Valur Jensson, 10.5.2019 kl. 02:57

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka góðu orðin, myndin sýnir styttu af Davíð haldandi á höfði Golíats sem er við Schwerin höllina í Þýzkalandi. Höllin sú var setur valdamikilla hertoga gegnum tíðina en ég held að þýzka ríkið eigi og reki höllina í dag. Bkv.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.5.2019 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband