Orkusamband ESB var stofnað 2015 en ekki á landnámstíma Ingólfs Arnarssonar

ingolfur_arnarson_250408

Orkupakkasinnar segja að ákveðið hafi verið með EES-samningnum að Ísland gangi með í Orkusamband ESB. EES-samningurinn var gerður 1994 en Orkusamband ESB var fyrst stofnað ár 2015. Þeir hefðu því alveg eins geta sagt að Ingólfur Arnarson hafi samþykkt að ganga með í Orkusamband ESB.

Því er einnig haldið fram að orkumarkaður ESB sé "frjáls" en hann er einna harðast stjórnmálalega lagstýrði "markaðurinn" í ESB. Verið er að gera aðildarríki ESB háð rafmagni framleiddu úr kolum og innfluttu gasi frá Rússlandi. Bannað er að framleiða rafmagn með kjarnorku t.d. í Þýzkalandi sem er ein hagkvæmasta leiðin í dag, þegar ekki er hægt að byggja sjálfbærar umhverfisvænar vatnsaflsvirkjanir eins og á Íslandi. Viðskiptaráð sinnir ESB-pólitík í stað frjálsrar verzlunar.

Fullyrðingin um að "samkeppnin gagni neytendum í lægra orkuverði" er lygi aldarinnar. Áður en Svíar gengu með í ESB voru þeir mjög samkeppnishæfir með rafmagnsverði langt undir verði annarra ríkja eins og t.d. Þýzkalands. Þjóðverjar bættu hins vegar samkeppnisstöðu sína með lækkuðu rafmagnsverði og selja rafmagn framleitt úr kolum á samkeppnishæfu verði miðað við græna orku. Þannig má segja að orkumarkaður ESB ræni peningum af löndum með sjálfbæra orku og niðurgreiði lönd með ósjálfbæra orku. Markaðurinn er fákeppnismarkaður nokkurra risafyrirtækja sem skipta öllu á milli sín. Án orkumarkaðar ESB hefðu Þjóðverjar enga möguleika á því að selja "óhreint" rafmagn til útlanda.

Ísland fer miklu verr út úr inngöngu í Orkusamband ESB en Svíþjóð við inngönguna í ESB, – ekki má keppa með ódýrri grænni orku við dýra kolaorku.

Grafið neðan sýnir rafmagnsverð til heimila í Svíþjóð og Þýzkalandi sem hlutfall af meðalarafmagnsverði 14 ríkja ESB 1995-2013.

dokument10


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband