"Ég borða hatur – mata mig á hatri"

HatomatenÞetta er ekki frétt um íslenska Hatara í Ísrael heldur hatara í Svíþjóð í samstarfsverkefni lögreglu, rannsóknarstofnun hersins FOI, Uppsala háskóla og Vinnova. Markmið verkefnisins er að þróa fram eftirlitsvél á netinu sem fangar upp "hatursumræðu" svo hægt sé að auðgreina og elta uppi hatara, loka síðum þeirra og jafnvel kæra og handtaka og færa fyrir dómstól. Eru Svíar hvattir til að mata inn hatur í texta til að aðstoða við verkefnið. Á heimasíðunni hatomaten.com segir:

"Hatomaten er stafrænt vélmenni sem vill láta mata sig á hatri til þess að þróa algóritmer (reiknilíkön/gs) sem seinna meir hjálpar okkur að uppgötva hatur í skrifuðu máli. Nethatur, þ.e.a.s. hótanir, uppátroðslur og misboðun gagnvart hópum eða einstaklingum í stafrænu umhverfi hefur áhrif á okkur öll og ógnar málfrelsinu. Hatomaten er vísindaverkefni sem rannsakar möguleikana á tækni til að auðkenna hatursfull skrif á sænsku. Hjálpið okkur gjarnan til að stuðla að betra og opnara Internet!"

Hmm. Já, einmitt....

Vélmenni til að stöðva "röng" orðaskifti í skrifuðum texta á netinu. Sem sagt stafræn netlögregla og njósnari um skoðanir fólks.

Góða fólkið er orðið svo gott að það minnir á tímann áður en Hitler þrammaði inn á sviðið.

Að rugla saman lýðræði við nazisma er ein leið til að rugla unga kynslóð dagsins sem upplifði ekki sjálf hrylling nazismans og kommúnismans og siga æskufólkinu á þá sem verja lýðræði og frelsi. 

Góða fólkið leggur veginn fyrir endurkomu Hitlers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hitler kemur vonandi ekki aftur - en Stóri Bróðir Orwells er enn ókominn...

Kolbrún Hilmars, 6.5.2019 kl. 11:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Kolbrún, Stóri Bróðir er þegar hér, Facebook hefur opnað "hermiðstöð" til að aðstoða ESB í þingkosningunum í lok mánaðarins. 40 manns vinna við það að loka síðum og láta óþægilegar fréttir og hatursáróður hverfa... 

https://www.youtube.com/watch?v=m9BiTV9vvZ4

Gústaf Adolf Skúlason, 6.5.2019 kl. 11:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega rétt hjá þér Gústaf, og vísir að því sem koma skal.  Frelsistímar okkar kynslóðar, til orðs og æðis, eru sennilega liðnir.  Þá verður grafskriftin okkar að sjálfsögðu: "hann/hún dó saddur/södd lífdaga". 

Kolbrún Hilmars, 6.5.2019 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband