Evrópudraumurinn að breytast í martröð

800px-Szabadsag-szobor-Budapest-IMG_0297Eftir nýlega ferð til fallegu borgarinnar Búdapest og smákynningu á afstöðu Ungverja til Evrópusambandsins sé ég skýrar, hversu hræðileg mistök það væru ef Íslendingar samþykkja 3.a orkupakkann. Það er hreint út sagt ótrúlegt að sjá hægri menn upp til hópa falla fyrir sósíalisma nútímans sem býður upp á pakka utan um mál sem ekki tekur gildi fyrr en "einhvern tímann í framtíðinni."

Fyrir það fyrsta ber enginn ráðherra í núverandi ríkisstjórn ábyrgð á né getur sagt til um hvað Alþingi framtíðarinnar ákveður.

Í öðru lagi á Alþingi nútímans ekki að vera ákveða reglur sem setja hugsanlegri ákvörðun Alþingis í framtíðinni þær skorður að ekki sé hægt að ákveða sæstreng nema að ESB fái yfirhöndina. Boðskapurinn sem þjóðin fær er:

Við undirseljum okkur ekki undir yfirráð ESB núna þar sem valdaafsalið kemur ekki til framkvæmda fyrr en Alþingi ákveður um sæstrenginn einhvern tímann í framtíðinni. Verið róleg því það er Alþingi sem tekur ákvörðunina.

Fyrst valdaafsal – síðan ákvörðun Alþingis um sæstreng. ESB vill að sjálfsögðu fyrst tryggja sér yfirráðin yfir orkuauðlindunum áður en nýtingarframkvæmdir hefjast. Mjög skiljanlegt út frá þeirra grundvelli um Sambandsríki Evrópu. En Alþingi í dag hefur ekkert umboð fyrir Alþingi morgundagsins og því eru allir s.k. "fyrirvarar" marklausir. Bara innantóm orð og ríkisstjórninni allri til vansæmdar. Ríkisstjórnin hefur yfirgefið stjórnarskrá lýðveldisins og niðursetur Alþingi, lýðræðið og þingræðið til að afgreiða mál fyrir ESB. Þetta verður með öllum ráðum að stöðva ef ekki á illa að fara fyrir lítilli vopnlausri þjóð. Varla vilja Íslendingar neyðast til að reisa minnisvarða fjallkonunnar eins og Ungverjar til minningu um alla þá sem létu lífið fyrir hina svo þeir gætu lifað í frelsi undan oki kommúnismans?

Ég náði að skrifa frétt fyrir útvarp Sögu með stefnu Ungverja varðandi innflytjendamál og ESB og hvet alla til að lesa hana. Sérstaklega ættu alþingismenn og ráðherrar að kynna sér stefnu Ungverja vel og sér í lagi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem vart geta vatni haldið þegar Juncker og Guterres brosa framan í þau.


mbl.is „Ég vona að ríkisstjórnin sjái að sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég  ræði oft við flóttamann frá Ungverjalandi sem eins og við viljum ekki fyrir nokkurn mun samþykkja orku pakka #3.En hann er tortryggin á þennan fyrirvara Alþingis um að tenging orku til meginlandsins.Það gera einnig fjölmargir hér á blogginu,þetta er svo undirförult lið,auk þess að við höfum nú þegar staðið þau að andstyggilegum svikum við kjósendur. 

Hvað segir þú Gústaf,? Munum við einhvertíma í framtíðinni missa forræðið,kannski á næsta ári ef orkupakkaliðini verður brátt í brók.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2019 kl. 13:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi "fyrirvari" sem utanríkisráðherrann ætlar að leggja fyrir Alþingi með pakkafrumvarpinu er marklaus, því hann snýst um að í framtíðinni hefur öðruvísi skipað Alþingi sína hentisemi. Nær hefði verið að tengja fyrirvarann við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kolbrún Hilmars, 8.4.2019 kl. 15:52

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælar Helga og Kolbrún, sammála um þjóðaratkvæðagreiðslu, málið er að það er ekki Alþingis að ákveða um málið heldur þjóðarinnar. Þjóðin velur eintaklinga til þings í kosningum og það er út úr kú að þingmenn þykjast ákveða skipan framtíða Alþingis eða eitt þing geti skotið málum til óskilgreindrar framtíðar. Þeir hafa gjörsamlega tapað þingmannaglórunni sem halda slíku fram og "fyrirvarar" frumvarpsflytjenda tómur orðavaðall. Góðar kveðjur frá mér til réttilega tortryggna Ungverjans. Ef orkupakkanum verður hleypt í gegn höfum við glatað orkuauðlindum okkar. Næst verða þá fiskimiðin í skotlínunni, það getur gerst mjög fljótt og þegar ESB-herinn verður kominn á fót verður hægur leikur fyrir búrókratana í Brussel að senda eina ördeild til Íslands til að þagga gagnrýnisraddir líkt og Varsjárbandalagið gerði við óþæg ríki við Sovét.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.4.2019 kl. 17:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg á hreinu að fyrirvarar settir af Íslenskum stjórnvöldum eru haldlausir með öllu gagnvart ESB.  Annað hvort er tilskipun frá ESB samþykkt, eins og hún kemur af skepnunni eða henni er hafnað, svo einfalt er það og ekkert kjaftæði.......

Jóhann Elíasson, 8.4.2019 kl. 18:08

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sammála síðasta ræðumanni :)

Gústaf Adolf Skúlason, 8.4.2019 kl. 18:24

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo er það auðvitað annað mál að engir fyrirvarar Alþingis halda gagnvart ESB, eins og Jóhann bendir á og við flest vitum svosem.
En svona fyrir kurteisissakir hefði það hljómað betur að miða hann við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kolbrún Hilmars, 8.4.2019 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband