Góðar raddir um rugldóm Mannréttindadómstólsins

skaermavbild_2019-03-19_kl._09.56Morgunblaðið skrifar í leiðara dagsins:

"Hvernig í ósköpunum getur það verið að dómstóll eins og ME sem hendir frá sér fjölda mála eftir ófullkomna og tilviljunarkennda skoðun geri það að "mannréttindamáli" hvort íslenskir alþingismenn greiði atkvæði um mál í einni lotu samkvæmt áralangri hefð, þó aðeins þegar enginn ágreiningur er í þingsalnum um þá málsmeðferð!"

Þetta er kjarni málsins. Það er almenn lýðræðisleg vinnuregla bæði á alþingi, hjá stjórnmálaflokkum og félagssamtökum að greiða atkvæði í einni lotu eða fyrir hvern fyrir sig allt eftir því hvernig eining er um málið á fundinum. Ríki einhugur er engin ástæða til að láta greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Ein lota flýtir fyrir afgreiðslu mála og er fullkomlega lýðræðisleg meðferð með samþykki fundarmanna. Þetta þekki ég sjálfur vegna starfa í ýmsum samtökum. Að dómstóll sem gæta á mannréttinda hankar lýðræðisstofnanir fyrir tæknilegt formsatriði og kallar það brot á mannréttindum segir allt um dómstólinn sjálfan. Hann er ekki vaxinn verkefninu og ef einhver hefur brotið mannréttindi er það Mannréttindadómstóllinn sjálfur sem lúsleitar að einhverju formsatriði til að geta tekið stjórnmálaafstöðu í innanlandsmáli utanvið lögsögu dómstólsins. 

Ísland á að henda þessum dómi út í hafsauga og láta sem ekkert sé.

Þá birtir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari góða, skarpa grein í Morgunblaði dagsins "Umfram tilefni" og segir "Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt". 

Undir þessi orð ber að taka. Arnar Þór bendir einnig á þá staðreynd að Hæstiréttur lagði sinn dóm á hæfni dómaranna fjögurra og að enginn þeirra "getur talist "pólitískur" og enginn þeirra er "handgenginn" ráðherra." Hér höfum við málefnalega meðferð málsins hjá sjálfum Hæstarétti og hæfni dómara upphafin yfir að hægt sé í málum þeirra að dæma þau marklaus vegna tæknilegrar meðferðar íslenska réttarfarskerfisins á skipun þeirra.

Í lokaorðum sínum segir Arnar Þór:

"Það er illa fyrir lýðveldinu komið ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn lýðveldisins eiga að kasta frá sér hlutverki sínu gagnvart stjórnarskrá, stjórnskipunar- og lagahefðum í því skyni að ofurselja sig ólýðræðislegu valdi. Slíka valdbeitingu á að kalla sínu rétta nafni, jafnvel þótt hún skrýðist búningi mannréttinda".

Það yrði mikil framför og lýðræðislegur aflauki að þessi túlkun fengi að gegnumsýra allt réttarkerfið og ýta þannig möguleikum stjórnmálalegrar íhlutunar út úr vogarskálum réttargyðjunnar. Slíkt myndi efla lýðræði og er í anda okkar mjög svo góðu stjórnarskrár.

 


mbl.is Forsætisráðherra fer yfir viðbrögð stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Nú er vont að hafa ekki fleiri raddir, landsmálablöð og víðari sýn, sanngjarna og rétta. - Ofnbakað ofan úr móa dugar kannski ekki öllum. - Vindurinn blæs alltaf úr einni átt í þínum skrifum. - Alltaf. - En auðvitað, þetta er jú þinn korkur, og þarna ertu. - 

Már Elíson, 19.3.2019 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband