Ókrýndur herforingi glóbalista ógnar heimsfriðinum
13.2.2019 | 02:54
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO hefur fullkomlega rétt fyrir sér í viðvörun til ESB um stofnun ESB-hersins. Slíkur her þjónar ekki vörnum ríkja á meginlandinu heldur einu stórveldi sem getur dregið heiminn út í stríð eina ferðina enn. Að sniðganga Bandaríkin er ögrun við söguna og þungar fórnir Bandaríkjamanna í fyrri stríðum Evrópu. Án Bandaríkjanna hefði þýzka morðmaskínan ekki verið stöðvuð. NATO hefur tryggt friðinn í Evrópu, hvorki Þýzkaland né Frakkland né ESB hafa gert það, þótt ESB reyna að stela afrekum Bandamanna.
Núna blæs ókrýndur herforingi bláa stjörnufánans, marxíski auðkýfingurinn George Soros til stríðs gegn fullveldissinnum hvar sem er í heiminum (blessuð sé minning Jóns Sigurðssonar). Í nýrri grein skrifar Soros, að ESB standi frammi fyrir allsherjarhruni nema að stuðningsmenn ESB "vakni úr svefni." Segir Soros valdhafa í heiminum þurfa að skilja að stjórnmál snúist ekki lengur um verkafólk gegn kapítalistum heldur með eða á móti ESB og glóbalismanum. Soros hótar með "martröð aldarinnar" ef glóbalistar tapi í kosningum til ESB-þingsins í maí n.k. Donald Tusk einn af forsetum ESB segir þá sem ekki vilja vera með í ESB eiga heima í helvíti.
Lýðræðið eins og við þekkjum það er undir árás. Evrópuher Soros&Co á að nota gegn ríkjum Evrópu sem ekki fylgja ESB að málum. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið í kappi við klukkuna. Hinn frjálsi heimur hefur sem fyrr bandamann í Bandaríkjamönnum og NATO.
Varar við Evrópuhernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:57 | Facebook
Athugasemdir
Hræði hann ráðherra Íslands Þá þurfum við að skipta um stjórn,hvernig sem við förum að því.
Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2019 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.