Nýjar kosningar eina leiđin til ađ hreinsa andrúmsloftiđ í Reykjavík
9.2.2019 | 08:37
Hneykslismálum úr stjórnsýslu Rekjavíkurborgar rignir yfir okkur ţessa dagana og virđist engan enda taka. Kosningaáróđur borgarstjórnar í síđustu sveitarstjórnarkosningum er meint lögbrot samkvćmt úrskurđi Persónuverndar í vikunni.
Ađ borgaryfirvöld földu megintilgang inngripa í kosningaferliđ fyrir Persónuvernd er ein og sér nćg ástćđa fyrir ógildingu síđustu sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík og ađ kosningar fari fram ađ nýju. Borgarstjórn hefur fyrir utan meintan kosningaáróđur gefiđ út villandi kosningaleiđbeiningar sem er brot á lögum um kosningar til sveitastjórna.
Ađ fela afstöđu fulltrúa minnihlutans fram yfir kosningar er ólýđrćđisleg valdbeiting borgarstjórnar, vćgast sagt, sem misnotar stöđu sína til ađ hafa áhrif á kosningarnar sínum flokkum í vil. Meint kosningaspjöll sem einnig ógilda niđurstöđu kosninganna í Reykjavík.
Eyđing tölvupósta, ítrekuđ ósannindi vegna brota á fjárlögum borgarinnar og útbođsreglum eru dćmi um önnur afbrot í stjórnsýslu höfuđborgarinnar.
Ef meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur á ađ fá ađ komast upp međ margítrekuđ lögbrot verđa kosningalög og lýđrćđisreglur fótum trođnar og traust kjósenda rofiđ, sem mun taka mun lengri tíma og kosta meira ađ laga en ađ endurtaka kosningarnar í Reykjavík.
Yfirkjörstjórn á ađ láta máliđ til sín taka og ógilda kosningarnar. Ţađ er hreinasta, fljótvirkasta leiđin til ađ taka á sukkinu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og hreinsa ţađ eitrađa andrúmsloft sem eyđileggur hefđbundin störf í ţágu Reykvíkinga.
Ítrekađ var óskađ eftir áliti | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.