258 milljónir manns búa ekki í heimalöndum sínum - útflutningur vinnuafls vandamál

FT_18.12.07_GlobalViewsMigration_around-world-few-immigration3Árið 1990 bjuggu 153 milljónir manns í öðrum löndum en þeir fæddust í. Ár 2017 var talan komin upp í 258 milljónir manns og fer vaxandi. Í nýlegri könnun Pew Research Center er púlsinn tekinn í 27 löndum um afstöðu fólks til bæði innflytjenda og útflytjenda. Í þessum 27 ríkjum býr yfir helmingur alþjóðlegra innflytjenda. Af tíu löndum í ESB er meirihluti íbúa að meðaltali á móti fleiri innflytjendum til landanna. Mest er andstaðan í Grikklandi 82%, Ungverjalandi 72%, Ítalíu 71%, Þýzkalandi 58%, Svíþjóð 52% en minnst á Spáni 30% en þar vilja 28% fá fleiri innflytjendur. Að meðaltali í 27 löndum sem athuguð voru vildu 45% taka á móti færri innflytjendum og 14% vildu fá fleiri innflytjendur.

FT_18.12.07_GlobalViewsMigration_majorities-many-countries-outmigration4Athyglisvert er að spurt var um á sama tíma hvort útflutningur fólks til vinnu í öðrum löndum væri vandamál. Töldu að meðaltali 58% íbúa tíu landa ESB að svo væri: 89% í Grikklandi, 88% á Spáni, 80% í Ungverjalandi og á Ítalíu, 68% í Póllandi en fæstir í Svíþjóð eða 18%. 

Að meðaltali upplifa 64% það sem vandamál að eigið fólk flytji úr landi brott og sæki atvinnu til annarra landa. Í Þýzkalandi og Kanada hefur þeim fækkað verulega sem áhyggjur hafa af útflytjendum eða frá 64% í 33% í Þýzkalandi (milli 2002 og 2018) og í Kanada frá 55% til 37% á sama tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Svona könnun væri örugglega bönnuð á Íslandi. 

 Þakka góða pistla og gleðilegt nýtt ár.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.1.2019 kl. 07:54

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað bara mjög gott að fólk geti flutt til annarra landa þegar atvinnuástand heima fyrir versnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.1.2019 kl. 09:36

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir, þakka innlit, góð orð og athugasemdir. Gleðilegt ár sömuleiðis.

Frelsi undir eigin ábyrgð er gott - hver er sinnar gæfu smiður.

Kveðja frá Svíþjóð.

Gústaf Adolf Skúlason, 4.1.2019 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband