Samið um útópíu sósíalismans

Skärmavbild 2019-01-02 kl. 09.32.48Morgunblaðið birtir grein eftir mig í dag undir fyrirsögninni "Samið um útópíu sósíalismans". Í greininni gagnrýni ég fáskiptar upplýsingar ríkisstjórnarinnar um samkomulag Sameinuðu þjóðanna kennt við Marakesch 10. des 2018 um réttindi farandfólks.

Það sem vakti athygli mína var að í þessu samkomulagi eru tvö önnur samkomulög einnig samþykkt í leiðinni en um það hefur ríkisstjórnin ekki upplýst. Þetta er því mun víðtækari samþykkt en gefið er opinberlega í skyn án nokkurra sýnilegra athuguna á afleiðingum fyrir Ísland. 

Fullyrt er að samkomulagið sé "ekki löglega bindandi" og að margir fyrirvarar hafi verið gerðir sem ekki er upplýst um. Í samkomulaginu er tvisar minnst á "ekki löglega bindandi". Hins vegar er ekki minna en 84 sinnum talað um skuldbindingar af ýmsu tagi.

Í grein 15 segir að "ekkert ríki geti sjálft tekið á málefnum innflytjenda". Hvernig ríkisstjórnin ætlar að matreiða ofan í landsmenn að ekkert mark sé takandi á því að skrifa nafn sitt undir slíka yfirlýsingu er mér hulin ráðgáta.

Mér urðu á þau mistök að rangnefna Áslaugu Sigurbjörnsdóttur formann utanríkismálanefndar í greininni og hef sent leiðréttingu til Mbl. og biðst velvirðingar á því. 

Ég vonast til að meiri umræður verði um þessi mál. Agenda 2030 talar um að flytja fjármagn frá Vesturlöndum til annarra ríkja en varla nefnt hvernig afla á fjársins nema með sköttum. Agenda 2030 er draumsýn Sósíaliska Internationalens og Progressive Alliance en í þessum samtökum safnast Samfylkingarflokkar heims saman þ.á.m. demókratar USA. António Guterres, aðalritari SÞ, var leiðtogi Sósíalíska Internationalen 1995-2005.

Bandaríkjamenn snúa skútunni eftir forsetatíð Obama Bandaríkjaforseta en hann studdi við alþjóða sósíalismann m.a.með alþjóðasamningum og yfir tveggja billjón dollara greiðslu til Íran. 

Bandaríkjamenn hafa gefist upp á að reyna að ná árangri í Mannréttindaráði SÞ. Af hverju ætti Íslendingum að takast það sem Bandaríkjamönnum tókst ekki? Hvaða undraverðu og hingað til óþekktu verkfæri hefur Ísland yfir að ráða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband