Franskir hershöfðingjar í opnu bréfi til Macron: "Þú svíkur þjóðina ef þú skrifar undir SÞ-samninginn"
17.12.2018 | 22:28
Þann 10. desember skrifaði fyrrum varnarmálaráðherra Frakklands Charles Millon, ásamt 12 háttsettum mönnum í hernum opið bréf til Emanuel Macron Frakklandsforseta með varnaðarorðum um afleiðingar þess að hann skrifaði undir samning SÞ um innflytjendur í New York 19. desember. Bréfið birtist á hægrivefnum Volontaires France.
Herforingjarnir telja að Macron gefi Frökkum "enn eina ástæðu" til uppreisnar, ef hann undirritar samkomulagið. "Þú myndir gera þig sekan um að víkja lýðræðinu til hliðar og svíkja þjóðina" segir í bréfi herforingjanna. Telja þeir Frakklandsforseta enga heimild hafa til að gefa upp sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og segja að eini réttur Frakka skv. samningnum verði "að ákveða hvernig á að ná markmiðum samningsins".
"Þegar 80% af frönskum meðborgurum telja nauðsyn á að stöðva eða minnka verulega fólksinnflutning getur þú ekki umræðulaust afsagt okkur sjálfsákvörðunarréttinum."
Fjölmiðlar hafa yfirleitt ekki sagt frá bréfinu en skv. Parísarblaðinu L Opinion ætla frönsk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn herforingjunum og fyrrum varnarmálaráðherra. Telja varnarmálayfirvöld að herforingjarnir hafi brotið þagnarskyldu og gerst brotlegir við herlög og því beri að refsa þeim.
Þarf styrjöld í Frakklandi til að vekja svefngengla íslenska stjórnarráðsins?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Athugasemdir
Reynist þetta rétt, er það enn ein staðfestingin á því að "við einir vitum" elítan er jafnt og þétt að brjóta niður frjálsa umræðu og eðlilegt upplýsingastreymi, sem stjórnvöldum er lagt á herðar að framfylgja. Það er skelfilegt upp á að horfa, að þeir sem eru í vinnu fyrir almenning telji sig nú vera orðna forstjóra yfir vinnuveitendum sínum og að hver sá sem bendir á handvömm og rugl forstjórans eigi yfir höfði sér herrétt og fangelsisvist. Heimur versnandi fer, svo ekki sé meira sagt.
( Vona að athugasemd mín verði ekki túlkuð sem gyðingahatur, af ónefndum manni úti í bæ, sem í flestum tilfellum er hreint alveg hreint ágætt að lesa pistla eftir.)
Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.12.2018 kl. 23:03
Sæll Halldór, þakka innlit, vonandi sleppur þú við hatursstimpilinn
Það eru ótrúleg vinnubrögð hjá yfirvöldum á Íslandi í sambandi við þennan samning. Vitnað í "rýni sérfræðings" sem útskýringu á samþykkt ríkisstjórnarinnar en það þýðir að enginn ráðherra hefur lesið samninginn. Ríkisstjórnin veit ekki að hún lýsir yfir að Ísland geti ekki sjálft tekið afstöðu í innflytjendamálum og skuldbindur sig til að fylgja tveimur öðrum samningum þegar þessi er undirritaður. Enginn talar um þá samninga. Alþjóðasósíalisminn - er hann nokkuð betri en sá þjóðlegi?
Gústaf Adolf Skúlason, 17.12.2018 kl. 23:49
Sæll Gústaf og þakka þér fyrir þessar upplýsingar.
Heimselítan er að herða tökin á sjálfstæðum þjóðum þannig að innan skamms verða þær ekki sjálfstæðar heldur á valdi New World Order í boði SÞ. Annað hvort eru íslenskir ráðamenn staurblindir eða þeir svo gersamlega á valdi elítunnar að þeir geti ekki annað en farið að vilja þeirra. Mér þykir leitt að segja það en ég hallast að því síðara.
Hótanir franskra yfirvalda í garð herforingjanna sýnir undirgefni Macrons við elítuna. Við erum að horfa uppá spádóma Biblíunnar rætast fyrir augum okkar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.12.2018 kl. 09:41
Góð grein og þörf en hér hefir ekkert verið talað um þetta frekar en annarstaðar. Þetta er leyni alþjóða hreyfingarnar Soros og yfirmanna hans s.s. Bilderbergarnir og þessir stóru sem eiga sinn part af þessum heimi.
Ísland er þegar orðið eign þessara stóru og spurning hvort Kína nái að bola sér inn og auðvita með peninga að vopni.
Gústaf gott viðtal við þig á Sögu í gær.
Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 12:42
Sælir heiðursmenn og þakka innlit og athugasemdir. Lítur út fyrir að stórveldið Ísland ætli að bjarga heiminum með því að jafna út hungur í heiminum svo allir verði svangir. Kveðja frá Svíþjóð.
Gústaf Adolf Skúlason, 18.12.2018 kl. 14:30
Apabúrið okkar öll sömu mistökin og Macron. Í sömu röð. Er sami gaurinn að stjórna honum og okkar apabúri?
Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2018 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.