Sænska sjónvarpið varar við handsprengjum

Skärmavbild 2018-12-11 kl. 00.36.37Sænska sjónvarpið hefur rannsakað aukningu á notkun handsprengja í Svíþjóð. Frá 2 árið 2011 upp í 39 ár 2016. Samtals 116 handsprengjur sprengdar í Svíþjóð á átta árum. Hersérfræðingurinn Gunnar Appelgren segir Svíþjóð á sérbáti miðað við önnur lönd. Sagt að friður ríki en ástandið minnir meira á stríð.
Í nýrri skýrslu ESB er Svíþjóð sagt sjötta hættulegasta ríki ESB. 

Síðustu sprengjur í Malmö sprungu með klukkutíma millibili. Það ríkir stríðsástand. Sprengt við anddyri íbúðarhúsa og daglegar skotárásir. 7 þúsund lögreglumenn vantar í Malmö til að ráða við glæpaklíkurnar. Ekkert bólar á liðsauka. Stálkúlur hafa meiri áhrif en orð stjórnmálamanna.

Í nýrri upplýsingamynd sænska sjónvarpsins um hvað beri að varast fyrir jólin, er fjölskylda sýnd við eldhúsborðið þegar handsprengja springur. Sýnt er hvernig sprengjuflísar fara í mömmu, pabba og börnin. "Þegar maður kastar handsprengju úti á götu setur maður ekki aðeins sjálfan sig í hættu heldur líka aðra vegfarendur" upplýsir sjónvarpið.

Þá vitum við það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

ÞAKKA ÞÉR upplýsingarnar, Gústaf.

Og nú vara yfirmenn breskra leyniþjónustustofnana við því, "að islamskir öfgasinnar séu að undirbúa efnavopnaárásir á Bretlandseyjum og að slíkar árásir séu „líklegri en ekki“. Þetta byggja þeir á hlerunum á samskiptum háttsettra liðsmanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS)."  ---> pressan.dv.is/pressan/2018/12/11/islamskir-ofgamenn-undirbua-efnavopnaaras-bretlandi-gaetu-sprengt-sprengju-nedanjardarlestakerfinu/

Já, sennilega hafa þeir í báðum löndunum í huga að notfæra sér jóla-ösina til að ná til sem flestra með hryllingsverkum sínum, þessi ógeð.

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 14:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á sama tíma var íslenzka ríkisstjórnin helzt á þeim buxunum að afnema hér í reynd virka landamæravörslu með því að samþykkja þjóðflutningapakka frá starfshópi SÞ þar sem múslimaríki áttu sína aðkomu (enda sérstök vörn þar fyrir islamssið og jafnvel sjaríasið í ákvæðum plaggsins!), en sú virka landamæravarsla er afnumin með því m.a. að nú megi allir koma til Evrópu án þess að upplýsa um heimaland sitt! -- og þetta á jafnt við um ISIS-liða, al-Qaída-liða og talibana! Og bannað verður að viðlagðri refsingu að gagnrýna framferði farandfólksins.

Heimskan og óforsjálnin ríða hér ekki við einteyming.

Nánar hér: EINN stjórnmálaflokkur sýnir ábyrgð gagnvart þjóðinni vegna þjóðflutningasamnings SÞ!

Og: Gagnrýni refsiverð

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 14:12

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka árvökulum augum þinum og krafti að taka á málunum. Stundum er sagt að hlutirnir geti ekki orðið verri en núna má segja: Lengi getur vont versnað. Menntamálaráðherra Líbanon, held ég, segir að a.m.k. 20 þúsund heilagastríðsmenn bíði þar eftir að komast til Evrópu. Íslenska ríkisstjórnin hefur skrifað uppá óútfyllta ávísun fyrir innflytjendur til landsins sem komandi kynslóðir verða látnar greiða. Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpi Sögu hringir í mig á morgun kl 13.00 að íslenskum tíma. Ég ætla að vera búinn að reikna útfrá þeim gögnum sem ég heft, hvað mælikvarði ESB segir fyrir um fjölda flóttamanna sem Ísland getur tekið við. Kær kveðja

Gústaf Adolf Skúlason, 11.12.2018 kl. 14:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott mál, Gústaf, ég þarf að ná þeim þætti smile

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 17:34

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll aftur, tímanum var breytt, Pétur Gunnlaugsson hringdi í dag....

Gústaf Adolf Skúlason, 11.12.2018 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband