Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna starfar á grundvelli hræsni og lyga
10.10.2018 | 01:40
Sú góða kona Nikki Haley hefur staðið sig frábærlega vel í eldlínunni bæði gagnvart Rússum og N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig þegar hún útskýrði brottför Bandaríkjamanna úr Mannréttindaráðinu. Þann stól kjánuðust Íslendingar í og hefðu betur hlustað á Haley, þegar hún útskýrði, að ráðið starfaði á hræsnisgrundvelli og ögraði mannréttindum í heiminum.
Mannréttindaráðið er í höndum alþjóðasósíalista sem alltaf taka afstöðu gegn Ísrael og nota ráðið m.a. til að berja á fullveldissinnum í Evrópu. Fredrik Malm, utanríkissérfræðingur hjá Frjálslyndum í Svíþjóð vill að ráðið verði lagt niður og nýtt ráð skipað sem bannar þáttöku ólýðræðisríkja.
ESB notar Mannréttindaráðið gegn eigin meðlimum sem láta ekki einræðisherrana í Brussel segja sér fyrir verkum. Aðildarríki sem neita að taka á móti fólki frá Afríku og Miðausturlöndum gerast sek um "mannréttindabrot" skv. SÞ.
Hillary Clinton er í sömu skútu og segir það mannréttindabrot að styðja forsætisráðherra Ungverjalands Viktor Orbán í deilum innan ESB. Stærsta brotið er að sjálfsögðu opinber herferð flokks Orbán gegn auðkýfingnum George Soros.
Það er sama hvert litið er í heiminum. Þótt sósíalistaflokkarnir hafi skipt um nafn á heimssamtökum sínum Sósíalíska Internationalen yfir í Progressive Alliance, þá er valdafíknin, spillingin og ósk um alheimsstjórn efst á blaði nú sem fyrr.
Hillary passar vel inn í þann stórhættulega grátkór sem vill banna allt nema sósíalismann. Aðþrengdir, tapsárir sósíalistar víða um heim telja sig eiga einkarétt á málfrelsi, lýðræði og mannréttindum. Þeir skilja ekki að þeir gera mistök og kenna alltaf öðrum um. Tap sósíalista verður að hatri gegn öllum þeim sem kjósa annað.
Sósíalistarnir eru að steypa heiminum í glötun eina ferðina enn.
Haley ekki á leiðinni í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:23 | Facebook
Athugasemdir
Þakka góða færslu og tek undir hvert orð síðuhafa. Þetta er ekki kallað sósíalismi andskotans, fyrir ekki neitt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.10.2018 kl. 01:55
Þakka góðu orðin Halldór, sósíalismi andskotans er bæði góð og rétt lýsing.
Gústaf Adolf Skúlason, 10.10.2018 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.